Íslenski boltinn

Jafnt á bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Afturelding fagnar marki Róberts.
Afturelding fagnar marki Róberts. vísir/s2s/skjáskot
Afturelding og Njarðvík gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í 19. umferð Inkasso-deildar karla í dag.

Leikið var í Mosfellsbæ en um helgina fer fram bæjarhátíð í bænum sem fer nafnið Í túninu heima. Það var því þéttsetinn bekkurinn á leiknum í dag.

Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir á 4. mínútu eftir að hann fylgdi á eftir víti sem hann klúðraði sjálfur.

Njarðvík komst þó yfir fyrir hlé. Ivan Prskalo jafnaði metin á 25. mínútu og þremur mínútum síðar jafnaði Stefán Birgir Jóhanneson metin.

Róbert Orri Þorkelsson skoraði svo jöfnunarmarkið á 60. mínútu. Eftir góða fyrirgjöf var hinn ungi Róbert mættur á fjærstöngina og skoraði. Lokatölur 2-2.

Afturelding er í 9. sæti deildarinnar með nítján stig en Njarðvík er áfram á botninum, nú með fimmtán stig. Magni og Haukar eru í sætunum fyrir ofan með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×