Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Magnað að þetta hafi þróast svona hjá Val

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valsmenn í Kópavoginum í gær.
Valsmenn í Kópavoginum í gær. vísir/bára
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson áttu ekki sinn besta dag er félög þeirra, Valur og Breiðablik, mættust í gær í sex marka leik.

„Þetta voru mörk þar sem maður hefði viljað sjá þá gera betur í mörgum tilvikum,“ segir Þorvaldur Örlygsson, einn sérfræðingur Pepsi Max-markanna, og fór yfir mörkin í þættinum.

Logi Ólafsson sagði í þættinum í gær að það væri afar sérstakt að sjá Íslandsmeistara Vals missa niður forskot hvað eftir annað í sumar. Það hafa aðeins þrjú lið fengið á sig fleiri mörk en Valur í deildinni.

„Það er dálítið magnað að þetta hafi þróast svona hjá Val. Það er ekki bara hægt að kenna miðverði og markverði um þetta. Það er eitthvað að gerast fyrir framan þá líka. Allt liðið þarf að verjast,“ sagði Logi en Valur hefur misst niður forskot í fimm leikjum í sumar og tapað þremur þeirra.



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Valsmenn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×