Liverpool eyddi aðeins þremur prósentum af verðlaunafénu í nýja leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 23:00 Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar. Getty/Mike Kireev Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu. Enski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu.
Enski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira