Tekjur Íslendinga: Katrín Tanja trónir enn á toppnum Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 10:30 Skellihlæjandi, alla leið í bankann. Fréttablaðið/Michael Valentin Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Crossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir, er tekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn annað árið í röð ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Katrínar á árinu 2018 4,447 milljónum króna. Næst tekjuhæsti íþróttamaðurinn er knattspyrnumaðurinn Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals og íslenska landsliðsins með með 2,905 milljónir á mánuði. Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.Birkir Már er langt frá því að vera eini Valsarinn á listanum en félagi hans í Val, landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson er 15. Tekjuhæsti íþróttamaðurinn með 1,028 milljónir á mánuði. Bjarni Ólafur Eiríksson varnarmaður Vals er með 842 þúsund krónur á mánuði, Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður og baráttujaxl er með 729 þúsund og markavélin Patrick Pedersen er sagður fá 549 þúsund krónur mánaðarlega.Jón Arnór Stefánsson er sagður hafa 40 þúsund krónur í mánaðartekjur.vísir/daníelMikill munur á tekjum Crossfitstjarnanna Þriðji tekjuhæsti íþróttamaður Íslendinga er bardagakappinn Gunnar Nelson með 1,8 milljónir mánuði. Baldur Sigurðsson leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar er fimmti með 1,392 milljónir á mánuði en fjórða er Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ með 1,408 milljónir. Félagi Baldurs í Stjörnunni, Guðjón Baldvinsson er einnig ofarlega á lista með 1,134 milljónir í mánaðartekjur. Tvöfaldi Crossfit-leika meistarinn, Annie Mist Þórisdóttir, er sögð fá 1,074 milljónir mánaðarlega en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er sögð fá 304 þúsund krónur í mánaðartekjur en Björgvin Karl Guðmundsson fær 255 þúsund krónur. Þá er Heimir Hallgrímsson, tannlæknir, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar sagður hafa fengið 1,081 milljón á mánuði í fyrra en síðasta sumar stýrði Heimir A-landsliði karla á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu er sagður hafa fengið 286 þúsund krónur í mánaðarlegar tekjur.Íþróttabræðurnir Ólafur og Jón Arnór Stefánssynir eru neðarlega á listanum en Jón Arnór sem varð í vor enn og aftur Íslandsmeistari í körfubolta með KR er sagður fá 40 þúsund krónur á mánuði á meðan að bróðir hans Ólafur fær 86 þúsund mánaðarlega.Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.
CrossFit Fótbolti Íslenski körfuboltinn Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira