Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Jakob Bjarnar skrifar 21. ágúst 2019 16:27 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að nú opinberist svívirðilegur launamunur í samfélaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“ Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir upplýsingar um tekjur ýmissa einstaklinga, sem meðal annars birtust í Tekjublað frjálsrar verslunar opinbera óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu.Vísir fjallaði sérstaklega um kjör sveitarstjórnarmanna fyrr í dag en auðvitað er af nógu að taka. Víst er að þeir deila ekki kjörum með umbjóðendum sínum. „Nei, það er auðvitað vægt til orða tekið að þeir deili ekki kjörum með fólkinu „á gólfinu“. Og þá erum við ekki aðeins að tala um launakjör heldur líka allar starfsaðstæður, þar sem kjörnu fulltrúarnir hafa aðgang að bestu mögulega vinnuaðstæðum og gögnum meðan til að mynda leikskólastarfsfólkið svo að ég taki dæmi þaðan af því að ég þekki umhverfið vel þarf að sætta sig við að hafa alls ekki aðgang að öllu sem til þarf einfaldlega vegna þess að ekki nægilega mikið fé er sett í að reka leikskólana.“Forgangsröðunin til háborinnar skammar Sólveig Anna segir forgangsröðunina sem í þessu birtir til háborinnar skammar. „Við hljótum öll að furða okkur mikið og innilega á henni. Þegar kemur svo að því að hver sjálf launin eru, upphæðin sem þú færð fyrir að vinna vinnuna er auðvitað margt sem spilar inn í þann svívirðilega launamun sem tíðkast.“ Hún bætir því við að auðvitað sé þetta bara dæmigerð stéttskipting sem við sjáum alls staðar í kringum okkur.Og svo mýtan um að alla ábyrgðina sem stjórnendur bera sem sé svo mikil að fólk verði að fá endalaust að peningum fyrir. Það hljóta allir að vera löngu búnir að sjá í gegnum þetta: Ef að ábyrgð er það sem ákvarðar það sem þú átt að fá ættu þá ekki manneskjurnar sem gæta barna samfélagsins að fá mest? Þar sem þær gegna væntanlega einu mikilvægasta starfi sem hægt er að hugsa sér?“ Kerfisbundin fyrirlitning á kvennastörfum Sólveig Anna segist jafnframt vilja nefna, fyrst þetta er til umfjöllunar, mannfyrirlitningu sem í þessu birtist. „Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt þegar kemur að því hvað er í lagi að borga þeim sem vinna við umönnum. Og þá er áhugavert að velta því fyrir sér að þau sem fara fremst í flokki þegar rætt er um kvenréttindi og kvennabaráttu á pólitíska sviðinu hef ég ekki séð beita sér með neinum hætti fyrir því að kerfisbundið verði farið í að laga hina kerfisbundnu fyrirlitningu á þeirri vinnu sem unnin er að starfsfólki sveitarfélaganna og Reykjavíkurborgar á þeim stöðum þar sem barna er gætt og aldrað fólk hlýtur umönnun.“Sólveig Anna skrifaði pistil um þennan anga málsins á Facebooksíðu sína sem vakið hefur mikla athygli.En, hvað er til ráða? Hvernig má bregðast við þessari misskiptingu? „Í fyrsta lagi er það til að ráða að við sem höfum unnið þessi störf og höfum verið starfsmenn tölum hátt og skýrt um hversu fáránlegt þetta er og hversu mikið okkur misbýður þetta. Við eigum ekki að láta bjóða okkur það að hér sé til dæmis alltaf verið að mæra það að öll börn komist á leikskóla án þess að það sé talað um á hverra kostnað, til dæmis: Það er á kostnað meðal annarra láglaunakvenna.“
Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07