Nærir sálina að hitta fólk Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2019 12:15 Edda Ívarsdóttir. FBl/Valli „Borgarhönnun er límið á milli; við erum með skipulag annars vegar og landslagsarkitektúr og arkitektúr hins vegar en borgarhönnun snýst að mestu um bilið á milli húsanna, þar sem samskiptin fara fram úti í almannarýminu. Borgarhönnun er límið á milli allra þessara aðila, skipulagið er í stóru myndinni en við erum bæði að taka yfirsýnina í stefnumótun og öðru en erum líka í smáatriðunum þar sem augað mætir steininum í götunni,“ segir Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður en hún starfar á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.Bein áhrif á heilsu Edda nefnir dæmi um spurningar sem hún þarf að svara sem borgarhönnuður: „Hvar eiga almannarými að vera? Hvar vantar græn svæði? Hvar vantar torg? Hvar vantar tengingar inni í hverfunum? Og svo ferðu í smáatriðin; hvar vantar bekk? Hvert á útlitið á svæðinu að vera og hvert er efnisvalið og gróðurinn?“Hefur umhverfi áhrif á líðan? „Já, algjörlega. Ef þú skapar gott borgarumhverfi, þá er það umhverfi þar sem fólk hreyfir sig meira, þannig að þú hefur bein áhrif á heilsu fólks með því hvernig borgin er skipulögð. Það stuðlar að heilsusamlegra líferni ef þú kýst að ganga, hjóla eða taka almenningssamgöngur í staðinn fyrir að fara í bílinn.“ Eflum hverfin Hún er hlynnt því að efla hverfin. „Það er mikilvægt að skapa alla þessa litlu kjarna í hverfunum þannig að hvert hverfi fái sinn eigin brag. Það skapar samfélag sem er mikilvægt fyrir tengslin þannig að þú kynnist nágrönnum þínum. Það sem drepur niður nágrannastemningu er þegar þú keyrir á bílnum þínum inn í húsið þitt, tekur lyftuna beint upp og rekst ekki á neinn. Það skapar betra líf í borginni ef þú leggur bílnum þínum og gengur einhvern spöl að húsinu þínu, eins og inn í gegnum garð,“ segir hún og útskýrir að þannig skapist samkomustaður á leiðinni þar sem nágrannar geti hist. Hverfisverslun geti líka gegnt sama hlutverki. „Þannig skapast þessi mannlegu tengsl sem eru svo mikilvæg fyrir sálina. Þetta er vandamál í dag; fólk er á samfélagsmiðlunum og finnst það tengt en það vantar þessi mannlegu samskipti þar sem þú hittir manneskju augliti til auglits. Það nærir sálina að hitta fólk,“ segir hún.Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður við gula hringinn sem lífgar upp á Boðatorg.FBL/ValliBæði fyrir börn og gamla „Þetta snýst líka um að skapa borg sem virkar fyrir börn og gamla,“ segir hún en bæði 8 ára og 80 ára eiga að komast ferða sinna í borginni. Þá er mikilvægt, segir Edda, að halda ökuhraða niðri og hafa öruggar göngu- og hjólaleiðir. Betri hönnun og skipulag getur stuðlað að auknum lífsgæðum, segir Edda. Þar er mikilvægt að hafa góðar og öruggar göngu- og hjólaleiðir. „Aukningin í hjólreiðum í Reykjavík er vegna þess að það er búið að vinna markvisst að betri hjólatengingum.“ Edda segir að almenningssvæðin og grænu svæðin þurfi að vera ólík því fólk hafi mismunandi þarfir. „Stundum viltu vera einn og og stundum hitta fólk. Innan svæðanna þarftu að skapa minna svæði þar sem hægt er að sitja í einrúmi og fylgjast með öðrum,“ segir Edda og útskýrir að fólk vilji vera innan um aðra en geta ákveðið hvort það vilji draga sig í hlé eða hella sér í leikinn. „Það er þetta samspil sem þú vilt skapa í öllu borgarumhverfi,“ segir Edda. „Hugarfarið hjá Íslendingum yfirhöfuð er að breytast; við notum almannarýmin á annan hátt en fyrir fimmtán árum. Það er búið að skapa aðstöðu til að nota garðana öðruvísi og Klambratún er gott dæmi um það. Þar eru leikvellir, hægt að spila körfubolta, fara í frisbígolf og strandblak,“ segir hún en það eru ekki bara börnin sem leika sér heldur líka fullorðið fólk. „Almannarými er fyrir alla, þetta er ekki einkaeign heldur er öllum frjálst að nýta þetta.“ Er ekki val lengurHvert stefnum við, erum við á réttri leið eða þurfum við að gera meira? „Við viljum ekki að fólk noti almannarýmin og fari að ganga og hjóla meira, bara „af því bara“. Þetta er líka spurning um hvert heimurinn er að stefna eins og varðandi loftslagsbreytingar. Við verðum að breyta hegðun okkar. Þetta er ekki einu sinni val lengur. Ef eitthvað, ættum við að vera róttækari og það þurfa allir að leggja sitt af mörkum,“ segir hún og hnykkir á því að útkoman verði: „Meiri hreyfing, meiri tengsl og meiri samskipti.“Þar sem áður voru bílastæði á Miðbakkanum eru nú litrík leiksvæði og matarvagnar.Frá bílastæðum til barnaleikja Stóri guli hringurinn við Boðatorg, nýja torgið við Tryggvagötu, hefur vakið athygli sem nýtt almannarými í borginni og má sjá börn leika sér þar og fólk dunda sér við að taka skemmtilegar myndir, kjörnar til að vera settar á Instagram. „Hringurinn kemur frá Slippnum,“ segir Edda og tengist hann því sögu svæðisins. „Við viljum alltaf sýna lög tímans. Við hönnun nýrra borgarrýma er mikilvægt að tengja við staðinn og velta fyrir sér hvað það sé sem geri þennan stað sérstakan og hvort við getum sýnt hvernig hann hefur þróast í stað þess að umturna öllu þannig að þetta gæti verið hvar sem er.“ Hún segir útkomuna þannig verða dýrmætari fyrir íbúana. Það sé mikilvægt að gleyma ekki fortíðinni þegar við horfum til framtíðar. Gamla steinbryggjan er líka nýtt svæði í miðbænum sem verið er að klára um þessar mundir. Þar er hægt að sitja á trébekkjum í skjóli fyrir norðanáttinni. Þetta er annað dæmi um að sagan fléttast inn í borgarumhverfið. „Í veðri eins og á Íslandi er mikilvægt að hugsa um það sem hægt er að kalla „míkróklímat“, finna sólríka staðinn og skapa skjól, þá er fólk líklegra til að staldra við,“ segir Edda. Miðbakkinn hefur líka tekið stakkaskiptum í sumar en þar sem var áður bílastæði er núna staður þar sem hægt er að sækja heim matarvagna, staldra við á bekk með nesti, spila körfubolta, hjóla á hjólabraut eða nota rampa til að leika sér á hjólabrettum og hjólum. Þar er líka hægt að tengjast hátalara og spila tónlist. „Sá sem er með símann og tengist við hátalarann gerir svæðið að sínu með því að spila sína eigin tónlist.“ Hún segir einmitt mikilvægt að allir aldurshópar finni eitthvað fyrir sig. „Við þurfum að skapa rými sem hentar öllum aldurshópum. Borgin þarf að hafa eitthvað fyrir alla. Unglingar þurfa að hafa eitthvað fyrir sig og það þarf að vera eitthvað fyrir bæði stelpur og stráka.“Göngugötur í miðborginni verða opnar til 1. október.Fréttablaðið/EyþórLausnin er að breyta borgum Langlífi á þeim svæðum þar sem fólk er langlífast í heiminum stafar af því að umhverfið styður við góða heilsu. Þetta leiða rannsóknir Dans Buettner í ljós, en hann hefur einbeitt sér síðustu 15 ár að því að skoða það sem kallast „blá svæði“. Það eru þau svæði þar sem fólk lifir hvað lengst og er heilbrigðast; Okinawa í Japan, Sardinía á Ítalíu, Nicoya á Kosta Ríka, Ikaria á Grikklandi og Loma Linda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Á öllum fimm bláu svæðunum er líkamleg virkni hluti af daglegu lífi fólks í staðinn fyrir að fólk stundi markvisst líkamsrækt. Á þeim gengur fólk mikið í sínu daglega lífi en þarf ekki að fara ferða sinna í bíl. Enn fremur er ekki óalgengt að íbúar rækti matjurtir í garðinum sínum. Takmörkuð gögn liggja fyrir um hreyfingu Íslendinga í áranna rás og því er erfitt að segja til um hvernig þróunin hefur verið á síðustu árum og áratugum. Samanburður hefur einnig reynst erfiður þar sem mælitækin hafa verið að breytast og sömuleiðis viðmið um æskilega hreyfingu. Kannanir benda þó til að meirihluti fullorðinna hreyfi sig ekki í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu og ýmsar vísbendingar eru um að kyrrseta hafi aukist í daglegu lífi landsmanna, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum segjast 73 prósent þurfa að hreyfa sig meira og yfir 60 prósent lýsa sjálfum sér sem kyrrsetufólki. Venjulegar ráðleggingar eru að segja fólki að byrja að stunda líkamsrækt hvort sem það er á eigin vegum eða í líkamsræktarstöð, samkvæmt Buettner. Hann segir að einstaklingsráðleggingar eins og þessar breyti ekki stóru myndinni; erfitt sé að fá 330 milljónir Bandaríkjamanna, þar sem stór hluti viðurkennir að vera kyrrsetufólk, til að taka upp líkamsrækt. Hann telur að lausnin sé fólgin í því að breyta borgunum, sem fólk býr í. Borgir hafi verið hannaðar fyrir bíla síðustu áratugi og fólk keyri meira og gangi minna en áður. Helmingur bandarískra barna gekk í skólann árið 1970 en nú er það hlutfall 10 prósent. Sums staðar í Bandaríkjunum er verið að gera vel eins og í Boulder í Colorado, San Luis Obispo í Kaliforníu og Portland í Oregon, svo einhverjar borgir séu nefndar. Buettner segir að fólk sé heilbrigðara í þessum borgum og lífslíkur séu 20 árum meiri en í borgum á borð við Tallahassee í Flórída, sem er sláandi tala. Buettner hefur unnið með tugum bandarískra borga að því að gera þær betri fyrir gangandi og hjólandi og í flestum tilfellum hefur BMI-stuðull fólks lækkað og dregið úr offitu í kjölfarið. Lykillinn er að láta heilbrigða valið vera auðveldasta valkostinn fyrir fólk. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á bluezones.com. Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. 20. júlí 2019 13:37 Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Borgarhönnun er límið á milli; við erum með skipulag annars vegar og landslagsarkitektúr og arkitektúr hins vegar en borgarhönnun snýst að mestu um bilið á milli húsanna, þar sem samskiptin fara fram úti í almannarýminu. Borgarhönnun er límið á milli allra þessara aðila, skipulagið er í stóru myndinni en við erum bæði að taka yfirsýnina í stefnumótun og öðru en erum líka í smáatriðunum þar sem augað mætir steininum í götunni,“ segir Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður en hún starfar á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.Bein áhrif á heilsu Edda nefnir dæmi um spurningar sem hún þarf að svara sem borgarhönnuður: „Hvar eiga almannarými að vera? Hvar vantar græn svæði? Hvar vantar torg? Hvar vantar tengingar inni í hverfunum? Og svo ferðu í smáatriðin; hvar vantar bekk? Hvert á útlitið á svæðinu að vera og hvert er efnisvalið og gróðurinn?“Hefur umhverfi áhrif á líðan? „Já, algjörlega. Ef þú skapar gott borgarumhverfi, þá er það umhverfi þar sem fólk hreyfir sig meira, þannig að þú hefur bein áhrif á heilsu fólks með því hvernig borgin er skipulögð. Það stuðlar að heilsusamlegra líferni ef þú kýst að ganga, hjóla eða taka almenningssamgöngur í staðinn fyrir að fara í bílinn.“ Eflum hverfin Hún er hlynnt því að efla hverfin. „Það er mikilvægt að skapa alla þessa litlu kjarna í hverfunum þannig að hvert hverfi fái sinn eigin brag. Það skapar samfélag sem er mikilvægt fyrir tengslin þannig að þú kynnist nágrönnum þínum. Það sem drepur niður nágrannastemningu er þegar þú keyrir á bílnum þínum inn í húsið þitt, tekur lyftuna beint upp og rekst ekki á neinn. Það skapar betra líf í borginni ef þú leggur bílnum þínum og gengur einhvern spöl að húsinu þínu, eins og inn í gegnum garð,“ segir hún og útskýrir að þannig skapist samkomustaður á leiðinni þar sem nágrannar geti hist. Hverfisverslun geti líka gegnt sama hlutverki. „Þannig skapast þessi mannlegu tengsl sem eru svo mikilvæg fyrir sálina. Þetta er vandamál í dag; fólk er á samfélagsmiðlunum og finnst það tengt en það vantar þessi mannlegu samskipti þar sem þú hittir manneskju augliti til auglits. Það nærir sálina að hitta fólk,“ segir hún.Edda Ívarsdóttir borgarhönnuður við gula hringinn sem lífgar upp á Boðatorg.FBL/ValliBæði fyrir börn og gamla „Þetta snýst líka um að skapa borg sem virkar fyrir börn og gamla,“ segir hún en bæði 8 ára og 80 ára eiga að komast ferða sinna í borginni. Þá er mikilvægt, segir Edda, að halda ökuhraða niðri og hafa öruggar göngu- og hjólaleiðir. Betri hönnun og skipulag getur stuðlað að auknum lífsgæðum, segir Edda. Þar er mikilvægt að hafa góðar og öruggar göngu- og hjólaleiðir. „Aukningin í hjólreiðum í Reykjavík er vegna þess að það er búið að vinna markvisst að betri hjólatengingum.“ Edda segir að almenningssvæðin og grænu svæðin þurfi að vera ólík því fólk hafi mismunandi þarfir. „Stundum viltu vera einn og og stundum hitta fólk. Innan svæðanna þarftu að skapa minna svæði þar sem hægt er að sitja í einrúmi og fylgjast með öðrum,“ segir Edda og útskýrir að fólk vilji vera innan um aðra en geta ákveðið hvort það vilji draga sig í hlé eða hella sér í leikinn. „Það er þetta samspil sem þú vilt skapa í öllu borgarumhverfi,“ segir Edda. „Hugarfarið hjá Íslendingum yfirhöfuð er að breytast; við notum almannarýmin á annan hátt en fyrir fimmtán árum. Það er búið að skapa aðstöðu til að nota garðana öðruvísi og Klambratún er gott dæmi um það. Þar eru leikvellir, hægt að spila körfubolta, fara í frisbígolf og strandblak,“ segir hún en það eru ekki bara börnin sem leika sér heldur líka fullorðið fólk. „Almannarými er fyrir alla, þetta er ekki einkaeign heldur er öllum frjálst að nýta þetta.“ Er ekki val lengurHvert stefnum við, erum við á réttri leið eða þurfum við að gera meira? „Við viljum ekki að fólk noti almannarýmin og fari að ganga og hjóla meira, bara „af því bara“. Þetta er líka spurning um hvert heimurinn er að stefna eins og varðandi loftslagsbreytingar. Við verðum að breyta hegðun okkar. Þetta er ekki einu sinni val lengur. Ef eitthvað, ættum við að vera róttækari og það þurfa allir að leggja sitt af mörkum,“ segir hún og hnykkir á því að útkoman verði: „Meiri hreyfing, meiri tengsl og meiri samskipti.“Þar sem áður voru bílastæði á Miðbakkanum eru nú litrík leiksvæði og matarvagnar.Frá bílastæðum til barnaleikja Stóri guli hringurinn við Boðatorg, nýja torgið við Tryggvagötu, hefur vakið athygli sem nýtt almannarými í borginni og má sjá börn leika sér þar og fólk dunda sér við að taka skemmtilegar myndir, kjörnar til að vera settar á Instagram. „Hringurinn kemur frá Slippnum,“ segir Edda og tengist hann því sögu svæðisins. „Við viljum alltaf sýna lög tímans. Við hönnun nýrra borgarrýma er mikilvægt að tengja við staðinn og velta fyrir sér hvað það sé sem geri þennan stað sérstakan og hvort við getum sýnt hvernig hann hefur þróast í stað þess að umturna öllu þannig að þetta gæti verið hvar sem er.“ Hún segir útkomuna þannig verða dýrmætari fyrir íbúana. Það sé mikilvægt að gleyma ekki fortíðinni þegar við horfum til framtíðar. Gamla steinbryggjan er líka nýtt svæði í miðbænum sem verið er að klára um þessar mundir. Þar er hægt að sitja á trébekkjum í skjóli fyrir norðanáttinni. Þetta er annað dæmi um að sagan fléttast inn í borgarumhverfið. „Í veðri eins og á Íslandi er mikilvægt að hugsa um það sem hægt er að kalla „míkróklímat“, finna sólríka staðinn og skapa skjól, þá er fólk líklegra til að staldra við,“ segir Edda. Miðbakkinn hefur líka tekið stakkaskiptum í sumar en þar sem var áður bílastæði er núna staður þar sem hægt er að sækja heim matarvagna, staldra við á bekk með nesti, spila körfubolta, hjóla á hjólabraut eða nota rampa til að leika sér á hjólabrettum og hjólum. Þar er líka hægt að tengjast hátalara og spila tónlist. „Sá sem er með símann og tengist við hátalarann gerir svæðið að sínu með því að spila sína eigin tónlist.“ Hún segir einmitt mikilvægt að allir aldurshópar finni eitthvað fyrir sig. „Við þurfum að skapa rými sem hentar öllum aldurshópum. Borgin þarf að hafa eitthvað fyrir alla. Unglingar þurfa að hafa eitthvað fyrir sig og það þarf að vera eitthvað fyrir bæði stelpur og stráka.“Göngugötur í miðborginni verða opnar til 1. október.Fréttablaðið/EyþórLausnin er að breyta borgum Langlífi á þeim svæðum þar sem fólk er langlífast í heiminum stafar af því að umhverfið styður við góða heilsu. Þetta leiða rannsóknir Dans Buettner í ljós, en hann hefur einbeitt sér síðustu 15 ár að því að skoða það sem kallast „blá svæði“. Það eru þau svæði þar sem fólk lifir hvað lengst og er heilbrigðast; Okinawa í Japan, Sardinía á Ítalíu, Nicoya á Kosta Ríka, Ikaria á Grikklandi og Loma Linda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Á öllum fimm bláu svæðunum er líkamleg virkni hluti af daglegu lífi fólks í staðinn fyrir að fólk stundi markvisst líkamsrækt. Á þeim gengur fólk mikið í sínu daglega lífi en þarf ekki að fara ferða sinna í bíl. Enn fremur er ekki óalgengt að íbúar rækti matjurtir í garðinum sínum. Takmörkuð gögn liggja fyrir um hreyfingu Íslendinga í áranna rás og því er erfitt að segja til um hvernig þróunin hefur verið á síðustu árum og áratugum. Samanburður hefur einnig reynst erfiður þar sem mælitækin hafa verið að breytast og sömuleiðis viðmið um æskilega hreyfingu. Kannanir benda þó til að meirihluti fullorðinna hreyfi sig ekki í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu og ýmsar vísbendingar eru um að kyrrseta hafi aukist í daglegu lífi landsmanna, samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. Samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum segjast 73 prósent þurfa að hreyfa sig meira og yfir 60 prósent lýsa sjálfum sér sem kyrrsetufólki. Venjulegar ráðleggingar eru að segja fólki að byrja að stunda líkamsrækt hvort sem það er á eigin vegum eða í líkamsræktarstöð, samkvæmt Buettner. Hann segir að einstaklingsráðleggingar eins og þessar breyti ekki stóru myndinni; erfitt sé að fá 330 milljónir Bandaríkjamanna, þar sem stór hluti viðurkennir að vera kyrrsetufólk, til að taka upp líkamsrækt. Hann telur að lausnin sé fólgin í því að breyta borgunum, sem fólk býr í. Borgir hafi verið hannaðar fyrir bíla síðustu áratugi og fólk keyri meira og gangi minna en áður. Helmingur bandarískra barna gekk í skólann árið 1970 en nú er það hlutfall 10 prósent. Sums staðar í Bandaríkjunum er verið að gera vel eins og í Boulder í Colorado, San Luis Obispo í Kaliforníu og Portland í Oregon, svo einhverjar borgir séu nefndar. Buettner segir að fólk sé heilbrigðara í þessum borgum og lífslíkur séu 20 árum meiri en í borgum á borð við Tallahassee í Flórída, sem er sláandi tala. Buettner hefur unnið með tugum bandarískra borga að því að gera þær betri fyrir gangandi og hjólandi og í flestum tilfellum hefur BMI-stuðull fólks lækkað og dregið úr offitu í kjölfarið. Lykillinn er að láta heilbrigða valið vera auðveldasta valkostinn fyrir fólk. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á bluezones.com.
Birtist í Fréttablaðinu Göngugötur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. 20. júlí 2019 13:37 Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. 20. júlí 2019 13:37
Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30