Alonso stefnir á Dakar rallið Bragi Þórðarson skrifar 22. ágúst 2019 17:45 Alonso stefnir á þátttöku í sögufræga eyðimekrurrallinu á næsta ári á hinum sigursæla Toyota Hilux. Getty Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið. Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár. Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu. Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu. Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports. Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september. Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tvöfaldi Formúlu 1 meistarinn Fernando Alonso stefnir á að taka þátt í Dakar rallinu Janúar 2020. Hann hefur verið að prófa Toyota Hilux jeppann og er undirbúningur fyrir rallið kominn á fullt skrið. Spánverjinn setti Formúlu hanskana á hilluna í lok síðasta árs og hefur verið að prófa hinar ýmsu gerðir akstursíþrótta í ár. Hann varði titill sinn í þolakstri meðal annars með sigri í hinum sögufræga 24. stunda Le Mans kappakstri með Toyota. Nú hefur áhugi hans á rallakstri kviknað og kemur sér því vel fyrir Spánverjann að vera partur af Toyota liðinu. Það var einmitt Toyota sem stóð uppi sem sigurvegari í Dakar rallinu í Janúar síðastliðin. Nasser Al-Attyah kom í mark sem öruggur sigurvegari á sínum Hilux til að tryggja Toyota sinn fyrsta sigur í sögufræga rallinu. Alonso langar að vinna í eins mörgum tegundum akstursíþrótta og hægt er. ,,Eftir sigra í Formúlu 1, Le Mans og Daytona, þá er þetta stórt skref fyrir mig að færa mig af malbiki yfir á möl'' sagði Fernando við Sky Sports. Undirbúningur fyrir rallið er kominn á fullt og stefnir Alonso á að taka þátt í Harrismith 400 rallinu í Suður-Afríku núna í september.
Formúla Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira