Fimmtíu þúsund manns sáu bandaríska „C-landsliðið“ í körfubolta vinna sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:30 Kemba Walker fer yfir málin með þjálfaranum Gregg Popovich. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað. Körfubolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað.
Körfubolti Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik