Laun bæjar- og sveitarstjóra þurfa að endurspegla ábyrgð og álag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. ágúst 2019 18:30 Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Baldur Hrafnkell Umræðan um launakjör bæjar- og sveitarstjóra er ósanngjörn að mati sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Miða þurfi laun þeirra við álag og ábyrgð. Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvort þau fari eftir leiðbeinandi reglum sambandsins um launakjör. Háar tekjur bæjar- og sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna á landinu á síðasta ári hefur víða verið gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í hádegisfréttum Bylgjunnar að alltaf séu að koma upp fleiri og fleiri dæmi um, til að mynda óréttlátan launamun æðstu stjórnenda og starfsmanna sem hann sagði að ógnað gæti Lífskjarasamningnum sem undirritaður var í vor. Samband íslenskra sveitarfélaga gerir launakönnun meðal kjörinna fulltrúa annars vegar og sveitarstjóra hins vegar á tveggja ára fresti og fékk sambandið svör frá 63 af 74 sveitarfélögum í fyrra. Sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir að framkomnar upplýsingar, í tekjublaði Frjálsrar verslunar, ekki sýna rétta mynd því mikil munur sé á heildartekjum og svo umsömdum launum. „Í fréttum hefur verið talað um kjör bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa sem eru í aðalstarfi annarsstaðar og að lang stærsti tekna komi annarsstaðar frá,“ seigur Sigurður.Umræðan ósanngjörn Sigurður segir umræðuna ósanngjarna þar sem að helst í stærstu þéttbýliskjörnum séu kjörnir fulltrúar í fullu starfi sem slíkir. Varðandi sveitarstjóranna segir hann að hafa verði í huga að á síðasta ári voru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar sem geti að einhverju leiti skýrt há laun. „Og það þýðir að menn fengu biðlaun. Í vissum tilvikum þurftu sveitarstjórar að flytja úr einu sveitarfélagi í annað og hafa þá fengið greitt biðlaun. Svo er spurningin hvað eru há laun? Ef við horfum á ráðuneytisstjóra þá eru þeirra laun í kringum tvær milljónir á mánuði. Ef við horfum á laun forstjóra í fyrirtæki þá eru þau miklu hærri,“ segir Sigurður. Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gefið út leiðbeinandi reglur um launakjör kjörinna fulltrúa sem sveitarfélögin hafa kallað eftir en er þó í sjálfvald sett hvort farið sé eftir. Eru laun kjörinna fulltrúa annars vegar og sveitarstjóra hins vegar lág?Eru þau lág? „Það er alltaf spurning hvað eru há laun. Þetta er mikil vinna. þetta er mikil ábyrgð þannig að menn verða að meta launin út frá því eins og alltaf er,“ segir Sigurður. Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Formaður BSRB segist vongóð um að umræðan skili sér í meira launaréttlæti innan sveitastjórna. 21. ágúst 2019 23:46 Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt að sögn formanns Eflingar. 21. ágúst 2019 16:27 Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. 22. ágúst 2019 12:07 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira
Umræðan um launakjör bæjar- og sveitarstjóra er ósanngjörn að mati sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Miða þurfi laun þeirra við álag og ábyrgð. Sveitarfélögum er í sjálfvald sett hvort þau fari eftir leiðbeinandi reglum sambandsins um launakjör. Háar tekjur bæjar- og sveitarstjóra og sveitarstjórnarmanna á landinu á síðasta ári hefur víða verið gagnrýnd og sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í hádegisfréttum Bylgjunnar að alltaf séu að koma upp fleiri og fleiri dæmi um, til að mynda óréttlátan launamun æðstu stjórnenda og starfsmanna sem hann sagði að ógnað gæti Lífskjarasamningnum sem undirritaður var í vor. Samband íslenskra sveitarfélaga gerir launakönnun meðal kjörinna fulltrúa annars vegar og sveitarstjóra hins vegar á tveggja ára fresti og fékk sambandið svör frá 63 af 74 sveitarfélögum í fyrra. Sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins segir að framkomnar upplýsingar, í tekjublaði Frjálsrar verslunar, ekki sýna rétta mynd því mikil munur sé á heildartekjum og svo umsömdum launum. „Í fréttum hefur verið talað um kjör bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa sem eru í aðalstarfi annarsstaðar og að lang stærsti tekna komi annarsstaðar frá,“ seigur Sigurður.Umræðan ósanngjörn Sigurður segir umræðuna ósanngjarna þar sem að helst í stærstu þéttbýliskjörnum séu kjörnir fulltrúar í fullu starfi sem slíkir. Varðandi sveitarstjóranna segir hann að hafa verði í huga að á síðasta ári voru bæjar- og sveitarstjórnarkosningar sem geti að einhverju leiti skýrt há laun. „Og það þýðir að menn fengu biðlaun. Í vissum tilvikum þurftu sveitarstjórar að flytja úr einu sveitarfélagi í annað og hafa þá fengið greitt biðlaun. Svo er spurningin hvað eru há laun? Ef við horfum á ráðuneytisstjóra þá eru þeirra laun í kringum tvær milljónir á mánuði. Ef við horfum á laun forstjóra í fyrirtæki þá eru þau miklu hærri,“ segir Sigurður. Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gefið út leiðbeinandi reglur um launakjör kjörinna fulltrúa sem sveitarfélögin hafa kallað eftir en er þó í sjálfvald sett hvort farið sé eftir. Eru laun kjörinna fulltrúa annars vegar og sveitarstjóra hins vegar lág?Eru þau lág? „Það er alltaf spurning hvað eru há laun. Þetta er mikil vinna. þetta er mikil ábyrgð þannig að menn verða að meta launin út frá því eins og alltaf er,“ segir Sigurður.
Kjaramál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Formaður BSRB segist vongóð um að umræðan skili sér í meira launaréttlæti innan sveitastjórna. 21. ágúst 2019 23:46 Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt að sögn formanns Eflingar. 21. ágúst 2019 16:27 Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. 22. ágúst 2019 12:07 Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07
Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Formaður BSRB segist vongóð um að umræðan skili sér í meira launaréttlæti innan sveitastjórna. 21. ágúst 2019 23:46
Sólveig Anna fordæmir það sem hún segir svívirðilegan launamun Kerfisbundin fyrirlitning á svokölluðum kvennastörfum gegnsýra allt að sögn formanns Eflingar. 21. ágúst 2019 16:27
Háu laun bæjarstjóranna dæmigert mál sem geti sett Lífskjarasamninginn í uppnám Formaður VR segir há laun bæjar- og sveitarstjóra vekja upp spurningu um yfirbyggingu sveitarfélaga. 22. ágúst 2019 12:07