Erlent

Tollastríð Kína og Bandaríkjanna heldur áfram

Andri Eysteinsson skrifar
Xi Jingping, forseti Kína.
Xi Jingping, forseti Kína. Getty/Pool
Útlit er fyrir að Kína leggi 10% innflutningstoll á vörur frá Bandaríkjunum en samskipti ríkjanna hafa undanfarið verið stirð. Ólíklegt er að ákvörðunin bæti samband ríkjanna. CNN greinir frá.

Tollur verður til dæmis settur á landbúnaðarvörur, hráolíu og smá loftför.

Ákvörðunin er liður í aðgerðum til að bregðast við áformum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, um að skattleggja vörur frá Kína. Trump setti 10% auka tolla á innflutning frá Kína í byrjun mánaðar og sagði að kínversk stjórnvöld væru að bregðast loforðum sínum en stjórnvöld ætluðu að stunda meiri viðskipti með bandarískar landbúnaðarafurðir.

Bandaríski tollurinn fer í gagnið 15. desember næstkomandi til þess að koma í veg fyrir mikil áhrif á jólaverslun.

Tollurinn sem kínversk stjórnvöld setja á mun hafa áhrif á innflutning á yfir 5000 vörum og mun nema 5-10%. Þá verður 25% tollur á innfluttar amerískar bifreiðar endurvakin en af góðvild hafði Kína fellt tollinn niður eftir vel heppnaðan fund ríkjanna á árinu.


Tengdar fréttir

Allra augu á Trump

Fundur G20-ríkjanna hófst í Japan í gær. Don­ald Trump sagði Vlad­ímír Pútín að skipta sér ekki af kosningum. Trump á fund með Xi Jinping í dag um tolla­stríð ríkjanna og nýjan fríverslunarsamning.

Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×