Enski boltinn

Klopp: Deildarkeppnin er ekki tveggja hesta kapphlaup

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar.
Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar. Getty/Mike Kireev
Jurgen Klopp þjálfari Liverpool segir að baráttan um enska meistaratitilinn í knattspyrnu verði ekki einungis á milli Liverpool og Manchester City eins og margir hafa spáð.

City varð meistari á síðustu leiktíð, endaði einu stigi á undan Liverpool sem varð í öðru sæti, og höfðu liðin mikla yfirburði í deildarkeppninni.

Þjóðverjinn geðþekki var í viðtali við Sky þar sem hann var spurður hvort það skipti máli að Liverpool spilar á undan City um helgina.

„Mér er alveg sama í hreinskilni sagt. Undir lok síðustu leiktíðar hugsuðum við aðeins um þetta en en það hafði engin áhrif á þá og ekki á okkur heldur."

„Það sem skiptir mestu máli fyrir mig er að þetta er ekki bara tveggja hesta kapphlaup. Ef svo væri þá veit ég ekki einu sinni hvort við værum annar hestanna," bætti Klopp við og sagði hans menn þyrftu að spila betur en í fyrra til að ná álíka árangri.

„Við þurfum að sýna mikið aftur. Þetta var í fyrsta sinn í fyrra sem við náðum svona tímabili, hvernig getum við tekið því sem gefnu að við náum því aftur í ár? Við þurfum að reyna að bæta okkur. Það er enginn að spá í því núna hver spilar á undan."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×