Á annað þúsund gestir heimsóttu forsetahjónin á Bessastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2019 12:30 Guðni og Eliza heilsuðu öllum með handabandi, sem heimsóttu þau á Bessastaði í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid höfðu meira en nóg að gera á menningarnótt, því þau byrjuðu á því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og síðan tóku þau á móti á annað þúsund gestum á opnu húsi á Bessastöðum. Öllum gestum heilsuðu þau með handabandi og þeir sem vildu fengu mynd af sér með þeim. Það var stöðugur straumur gesta á forsetasetrið á Bessastöðum í gær þegar um 1200 manns mættu á opið hús í tilefni af menningarnótt. Guðni og Eliza stóðu á tröppunum í sínum lopapeysum og buðu alla velkomna og tóku í höndina á hverjum og einum, sem sótti þau heim. Fyrr um morguninn hafði Guðni hlaupið hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og Eliza hljóp tíu kílómetra. Guðni var ánægður með hvað margir heimsóttu þau á Bessastaði. „Þetta er náttúrulega aðsetur þjóðhöfðingja Íslands að fornu og nýju. Ætli fólki þyki ekki vænt um að geta litið hérna inn, útlendingum sem koma t.d. hingað finnst þetta afar merkilegt, það bara gaman af því“, segir Guðni og bætti við að þau Eliza hafi reynt að brosa út í bæði þegar gestir fengu mynd af sér með þeim. Stöðugur straumur var að Bessastöðum á opna húsinu í gær frá 13:00 til 16:00.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Auk Bessastaðastofu gafst gestum í gær kostur á að skoða sýnishorn af þeim gjöfum, sem forseta hafa borist, og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Hægt var að skoðað alla Bessastaðastofu, sem og móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá stóð fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar á hlaði Bessastaða, sem hægt var að skoða, auk þess sem Bessastaðakirkja var opinn gestum og gangandi. Forseti Íslands Garðabær Menningarnótt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid höfðu meira en nóg að gera á menningarnótt, því þau byrjuðu á því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og síðan tóku þau á móti á annað þúsund gestum á opnu húsi á Bessastöðum. Öllum gestum heilsuðu þau með handabandi og þeir sem vildu fengu mynd af sér með þeim. Það var stöðugur straumur gesta á forsetasetrið á Bessastöðum í gær þegar um 1200 manns mættu á opið hús í tilefni af menningarnótt. Guðni og Eliza stóðu á tröppunum í sínum lopapeysum og buðu alla velkomna og tóku í höndina á hverjum og einum, sem sótti þau heim. Fyrr um morguninn hafði Guðni hlaupið hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu og Eliza hljóp tíu kílómetra. Guðni var ánægður með hvað margir heimsóttu þau á Bessastaði. „Þetta er náttúrulega aðsetur þjóðhöfðingja Íslands að fornu og nýju. Ætli fólki þyki ekki vænt um að geta litið hérna inn, útlendingum sem koma t.d. hingað finnst þetta afar merkilegt, það bara gaman af því“, segir Guðni og bætti við að þau Eliza hafi reynt að brosa út í bæði þegar gestir fengu mynd af sér með þeim. Stöðugur straumur var að Bessastöðum á opna húsinu í gær frá 13:00 til 16:00.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Auk Bessastaðastofu gafst gestum í gær kostur á að skoða sýnishorn af þeim gjöfum, sem forseta hafa borist, og fornleifar sem veita innsýn í búsetu á Bessastöðum frá landnámstíð. Hægt var að skoðað alla Bessastaðastofu, sem og móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Þá stóð fyrsti forsetabíllinn, Packard bifreið Sveins Björnssonar á hlaði Bessastaða, sem hægt var að skoða, auk þess sem Bessastaðakirkja var opinn gestum og gangandi.
Forseti Íslands Garðabær Menningarnótt Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira