Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 22:30 Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi. Innflytjendamál Matur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi.
Innflytjendamál Matur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira