Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 22:30 Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi. Innflytjendamál Matur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. Fyrir utan dönsk áhrif á íslenska matargerð komu fyrstu erlendu áhrifin líklega frá Ítalíu. „Ég held það nú sé bara pítsan sem er þarna fyrst á ferðinni, í kringum árið 1960,“ segir Guðmundur Jónsson, sagnfræðiprófessor við HÍ. Síðan þá hafa fjölmargar matarstefnur bæst í flóruna. „Innflytjendum fjölgar hér um og eftir 1980. Við munum eftir Víetnömunum sem komu hingað árið 1979 og upp úr 1980 fara að streyma mjörg margir frá Póllandi, Tælandi og frá Filippseyjum, segir Guðmundur. „ Svo eftir 1994, með evrópska efnahagssvæðinu, opnast flóðgáttir.“Guðmundur Jónsson sagnfræðiprófessor við HÍ.Undanfarin ár og áratugi hafa fjölmargir erlendir veitingastaðir opnað á Íslandi en einn þeirra nýjustu er Afghan Style í Grafarvoginum. „Það hefur gengið mjög vel, það hefur verið brjálað að gera hjá okkur, segir eigandi Afghan Style, Zahra Mesbah Sayed Ali. Eigendur staðarins segjast vona að tilkoma staðarins hafi jákvæð áhrif. „Íslendingar og annað fólk á þessari hlið heimsins vita ekki mikið um Afganistan, ekki nema um stríð, talíbana og svoleiðis,“ segir Zahra og bætir við að hún vilji að Íslendingar hugsi líka um góðan afganskan mat þegar hugsað er um landið. Þau vilji vera fyrirmyndir fyrir aðra innflytjendur sem jafnvel komi úr erfiðum aðstæðum í heimalandinu. „Við viljum segja að ef þú skilur allt eftir og kemur hingað með ekkert, þá getur þú byrjað frá núlli,“ segir Zahra. Rekstraraðilar Mandi opnuðu sinn annan veitingastað í Skeifunni í sumar. „Þið ættuð að koma í hádeginu og sjá mannfjöldann sem kemur. Við notum íslenskt hráefni, kjúkling og lambakjöt auk grænmetisins, en kryddið er arabískt segir Iwona Sochaka ein af eigendum Mandi. Iwona segir að það sé aðalatriðið og leyndarmálið að baki Mandi.
Innflytjendamál Matur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira