Enski boltinn

Ekkert nýtt að Gylfi byrji tímabilið rólega í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er enn að reyna að finna markaskóna sína frá því á síðustu leiktíð.
Gylfi Þór Sigurðsson er enn að reyna að finna markaskóna sína frá því á síðustu leiktíð. Getty/Chris Brunskill
Ferill Gylfa Þórs Sigurðssonar í enska boltanum segir okkur að það sé enginn ástæða til að örvænta þótt að íslenski landsliðsmaðurinn hafi ekki fundið markaskóna sína í byrjun tímabilsins.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki komið að einu einasta marki í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og hefur mátt þola talsverða gagnrýni hjá stuðningsmönnum Everton.

Það eru bundnar miklar væntingar til Gylfa eftir að hann skoraði þrettán mörk sjálfur og kom alls að nítján mörkum Everton liðsins á síðustu leiktíð.

Það er aftur á móti ekkert nýtt að Gylfi byrji rólega á tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta er áttunda tímabilið þar sem Gylfi er leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í upphafi tímabils og það sjöunda þar sem hann er enn markalaus eftir þrjár umferðir.

Tímabilið 2014 til 2015 sker sig algjörlega út því þá var hann með mark og stoðsendingu í fyrsta leik fyrir Swansea City í sigri á Manchester United á Old Trafford.

Gylfi átti þátt í alls fimm mörkum í fyrstu þremur umferðunum haustið 2014 eða 83 prósent af mörkunum sem hann hefur búið til á ferlinum í 1. til 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi og fyrstu þrjár umferðirnir í ensku úrvalsdeildinni

2012/13 með Tottenham - 0 mörk og 0 stoðsendingar

2013/14 með Tottenham - 0 mörk og 0 stoðsendingar

2014/15 með Swansea - 1 mark og 4 stoðsendingar

2015/16 með Swansea - 0 mörk og 0 stoðsendingar

2016/17 með Swansea - 0 mörk og 0 stoðsendingar

2017/18 með Swansea og Everton - 0 mörk og 0 stoðsendingar

2018/19 með Everton - 0 mörk og 1 stoðsending

2019/20 með Everton - 0 mörk og 0 stoðsendingar

Fyrsta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilum sem hann hefur byrjað:

2012/13 með Tottenham - Í 27. umferð

2013/14 með Tottenham - Í 4. umferð

2014/15 með Swansea - Í 1. umferð

2015/16 með Swansea - Í 7. umferð

2016/17 með Swansea -  Í 4. umferð

2017/18 með Swansea og Everton - Í 13. umferð

2018/19 með Everton - Í 5. umferð

2019/20 með Everton - ???




Fleiri fréttir

Sjá meira


×