Tama City verður „heimavöllur“ Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 16:30 Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans.Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan er með þeim á myndinni. Mynd/ÍSÍ Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“ Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað viljayfirlýsingu við Tama City Tokýó og Kokushikan háskólann sem snýr að æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Ólympíuleikarnir í Tokýó hefjast eftir 333 daga og ekkert er ennþá vitað hversu marga þátttakendur Íslands verður með á leikunum. ÍSÍ ætlar hins vegar að bjóða þeim íslensku íþróttamönnum sem komast á leikana upp á góða æfinga- og gistiaðstöðu í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020. Þrír aðilar á vegum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ferðust til Japan til að kynna sér aðstæður og ganga frá þessum málum. Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans en auk þeirra voru meðal annars viðstödd þau Elín Flygering, sendiherra Íslands í Japan og Halldór Elís Ólafsson frá íslenska sendiráðinu, Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Örvar Ólafsson, verkefnastjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Þetta kom fram á heimasíðu ÍSÍ. Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins. Þá munu allir aðilar stefna að því að auka samvinnu og samskipti sín á milli bæði í aðdraganda leika, á meðan þeir standa yfir og að þeim loknum. Ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu og nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna gefur íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun. Hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans og íslenskir þátttakendur eiga langt ferðalag fyrir höndum. Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins, en um 150 þúsund manns búa þar og er sveitarfélagið 21 ferkílómetrar að stærð. Nokkrir stórir háskólar eru staðsettir innan sveitarfélagsins og er Kokushikan háskólinn einn af þeim stærri. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við þetta tilefni: „Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram Í Tókýó og þótt að margt sé óljóst með stærð íslenska hópsins þá er nauðsynlegt að tryggja aðstöðu fyrir okkar keppendur þannig að þeir geti staðið sig vel á leikunum. ÍSÍ er afar þakklátt fyrir stuðning Tama City og Kokushikan háskólans gagnvart undirbúningi íslenska hópsins, en hann skiptir verulega miklu máli í aðdraganda leikanna.“ Undirritunin átti sér stað í íslenska sendiráðinu í Tókýó, en íslenska sendiráðið hefur verið ÍSÍ innan handar varðandi fjölmargt í undirbúningi Ólympíuleikanna. „Þetta er ákaflega ánægjulegur áfangi“ sagði Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan. „Tama borg hefur einnig sýnt áhuga á víðara samstarfi við sendiráðið um íslenska landkynningu í Japan. Tama borg og Kokushikan háskóli eiga án efa eftir að taka ákaflega vel á móti íslenska hópnum.“
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti