Búið er að aflífa grindhvalinn sem var fastur í sjónum við Eiðsgranda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2019 17:53 Björgunarsveitarfólk reyndi að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi. Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Grindhvalurinn sem var í vandræðum í sjónum við Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr í dag var aflífaður á sjötta tímanum af landhelgisgæslunni. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að dýralæknir hefði metið ástand dýrsins svo slæmt að binda þyrfti enda á þjáningar þess.Björgunarsveitarfólk reyndi hvað það gat að koma hvalnum frá landi. Hann leitaði hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/VilhelmDýrið sást fyrst um klukkan tíu í morgun og létu nokkrir vegfarendur á Granda fréttastofuna vita. Björgunarsveitarfólk hóf aðgerðir við að reyna að aðstoða hvalinn klukkan 11:44 í morgun og reyndu um tíu björgunarsveitarmenn að koma hvalnum á sjó út. Hann virtist áttavilltur og leitaði aftur í land.Hvalurinn var í miklum vandræðum og reyndu sjálfboðaliðar að koma honum til aðstoðar. Vísir/VilhelmÁður en björgunarsveitarfólk kom á staðinn reyndu sjálfboðaliðar að hjálpa hvalnum sem gekk ekki. Bundið var um sporð hans til að draga hann út á sjó. Í athugasemd frá Hjalta Andrasyni, fræðslustjóra MAST, segir að mikilvægt sé að binda ekki um sporð á hval þegar björgunaraðgerðir eru í gangi. Það sé vís leið til að valda dýrinu skaða eða drekkja því. Þá sé mikilvægt að leyfa sérfræðingum að sjá um björgun og vilji sjálfboðaliðar aðstoða sé mikilvægt að vökva dýr sem stranda.Hvalurinn var í miklu basli við Granda.Vísir/VilhelmEinn björgunarsveitarbátur stóð vaktina frá klukkan hálf fjögur og reyndi að koma hvalnum á haf út en ekkert gekk. Hvalurinn rataði ekki út og leitaði að landi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sagði að eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir hafi dýrið verið örmagna og hafi dýralæknir Matvælastofnunar metið það svo að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins. Þá hafi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitað til Landhelgisgæslu Íslands og óskað eftir að séraðgerða- og sprengjueyðingasvið LHG yrði kallað út. Dýrið var svo aflífað á sjötta tímanum að beiðni dýralæknis og var dýrinu sökkt í framhaldi.
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Hvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. 26. ágúst 2019 10:02