Satt og logið um þriðja orkupakkann Starri Reynisson skrifar 28. ágúst 2019 10:21 Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Starri Reynisson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar