30. riðlakeppnin bíður Ajax eftir sigur á APOEL

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tadic og félagar fagna.
Tadic og félagar fagna. vísir/getty
Ajax er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á APOEL frá Grikklandi í síðari leik liðanna í umspili keppninnar.

Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en Ajax, sem fór alla leið í undanúrslitin á síðustu leiktíð, var stálheppið að sleppa með jafntefli í Grindavík.

Það var þó lengstum leikið á eitt mark í Hollandi í kvöld en Hollendingarnir voru mun sterkari. Þeir komust svo yfir á 43. mínútu með marki Edson Alvarez og 1-0 í hálfleik.

Það var svo fyrrum Southampton-maðurinn, Dusan Tadic, sem skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði Ajax í riðlakeppnina.







Club Brugge er einnig komið í riðlakeppnina eftir 2-1 sigur á LASK í síðari leik liðanna og samanlagt 3-1.

Þriðja og síðasta lið kvöldsins til þess að komast í riðlakeppnina í kvöld var svo Slavia Prague sem vann 1-0 sigur á Cluj, samanlagt 2-0.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira