30. riðlakeppnin bíður Ajax eftir sigur á APOEL Anton Ingi Leifsson skrifar 28. ágúst 2019 21:00 Tadic og félagar fagna. vísir/getty Ajax er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á APOEL frá Grikklandi í síðari leik liðanna í umspili keppninnar. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en Ajax, sem fór alla leið í undanúrslitin á síðustu leiktíð, var stálheppið að sleppa með jafntefli í Grindavík. Það var þó lengstum leikið á eitt mark í Hollandi í kvöld en Hollendingarnir voru mun sterkari. Þeir komust svo yfir á 43. mínútu með marki Edson Alvarez og 1-0 í hálfleik. Það var svo fyrrum Southampton-maðurinn, Dusan Tadic, sem skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði Ajax í riðlakeppnina.30 – Ajax have qualified for the Europa Cup I / Champions League for the 30th season, only five teams have featured in more different EC I / UCL campaigns. Reunited. pic.twitter.com/Gdm1bMieDn — OptaJohan (@OptaJohan) August 28, 2019 Club Brugge er einnig komið í riðlakeppnina eftir 2-1 sigur á LASK í síðari leik liðanna og samanlagt 3-1. Þriðja og síðasta lið kvöldsins til þess að komast í riðlakeppnina í kvöld var svo Slavia Prague sem vann 1-0 sigur á Cluj, samanlagt 2-0. Holland Meistaradeild Evrópu
Ajax er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á APOEL frá Grikklandi í síðari leik liðanna í umspili keppninnar. Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en Ajax, sem fór alla leið í undanúrslitin á síðustu leiktíð, var stálheppið að sleppa með jafntefli í Grindavík. Það var þó lengstum leikið á eitt mark í Hollandi í kvöld en Hollendingarnir voru mun sterkari. Þeir komust svo yfir á 43. mínútu með marki Edson Alvarez og 1-0 í hálfleik. Það var svo fyrrum Southampton-maðurinn, Dusan Tadic, sem skoraði annað markið tíu mínútum fyrir leikslok og tryggði Ajax í riðlakeppnina.30 – Ajax have qualified for the Europa Cup I / Champions League for the 30th season, only five teams have featured in more different EC I / UCL campaigns. Reunited. pic.twitter.com/Gdm1bMieDn — OptaJohan (@OptaJohan) August 28, 2019 Club Brugge er einnig komið í riðlakeppnina eftir 2-1 sigur á LASK í síðari leik liðanna og samanlagt 3-1. Þriðja og síðasta lið kvöldsins til þess að komast í riðlakeppnina í kvöld var svo Slavia Prague sem vann 1-0 sigur á Cluj, samanlagt 2-0.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti