Lykill að hamingju Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 08:30 Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið líður senn undir lok. Haustið gengur í garð sem óskrifað blað og angan af nýydduðum blýöntum. Ný árstíð, nýtt upphaf, fögur fyrirheit; tékklisti yfir skref í átt að hamingju og heilbrigði. En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa. Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær. En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann. Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og – Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar. Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim? Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta. Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til. Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið. Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi? Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni. Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta. Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun