Erlent

Tugir látnir eftir að bensín­flutninga­bíll sprakk í Tansaníu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögregla í Tansaníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla í Tansaníu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Ndabashinze Renovat
Minnst 60 eru látnir og 70 slasaðir eftir að eldsneytisflutningabíll sprakk í Tansaníu snemma í morgun, segir lögregla á svæðinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.



Myndir sem birtar voru á netinu sýna brennandi brak bílsins sem dreift er yfir stórt svæði og brunnin lík á jörðinni í kring.



Óstaðfestar fregnir segja að fólk hafi verið að reyna að stela eldsneyti úr tankinum, sem hafði farið á hliðina, þegar hann sprakk.

Atvikið átti sér stað í Morogoro héraðinu, sem er um 200 km vestan hafnarborgarinnar Dar es Salaam.



Morogoro borg er mikil viðskiptaborg enda er umferð þar í gegn mikil vegna flutnings á vörum og eldsneyti frá hafnarborginni.

Talið er að tala látinna muni hækka.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:08. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×