„Enginn friður“ fyrir ölduganginum í vatninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 22:52 Frá leitinni við Þingvallavatn nú síðdegis. Mynd/Landsbjörg Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. Engar frekari vísbendingar hafa fundist um mannaferðir en leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld. Mikill öldugangur í vatninu hefur reynst björgunarmönnum erfiður. Tilkynnt var um bátinn síðdegis í dag og í kjölfarið voru tugir björgunarmanna ræstir út frá björgunarsveitum á Suðurlandi og frá höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá lögreglu á Suðurlandi og brunavörnum Árnessýslu. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi nú á ellefta tímanum að leitarmenn komi aftur saman um níuleytið í fyrramálið. Um sjötíu manns tóku þátt í leitinni í dag en Davíð gerir ráð fyrir sambærilegum fjölda við leitina á morgun. Haldið verður áfram að leita í fjörunni við vatnið og í bátum á vatninu sjálfu. Davíð segir að ekkert hafi fundist sem gefi til kynna að manneskja hafi verið um borð í bátnum, sem er lítill hobbíbátur. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld en ekki hefur fengist staðfest að bakpokinn tengist bátnum og mögulegum mannaferðum. Aðstæður voru „sæmilega erfiðar“ við leitina í dag, að sögn Davíðs. „Það var mikill öldugangur og erfitt fyrir bátafólkið að vera á vatninu, það var enginn friður,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. Engar frekari vísbendingar hafa fundist um mannaferðir en leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld. Mikill öldugangur í vatninu hefur reynst björgunarmönnum erfiður. Tilkynnt var um bátinn síðdegis í dag og í kjölfarið voru tugir björgunarmanna ræstir út frá björgunarsveitum á Suðurlandi og frá höfuðborgarsvæðinu, auk liðs frá lögreglu á Suðurlandi og brunavörnum Árnessýslu. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi nú á ellefta tímanum að leitarmenn komi aftur saman um níuleytið í fyrramálið. Um sjötíu manns tóku þátt í leitinni í dag en Davíð gerir ráð fyrir sambærilegum fjölda við leitina á morgun. Haldið verður áfram að leita í fjörunni við vatnið og í bátum á vatninu sjálfu. Davíð segir að ekkert hafi fundist sem gefi til kynna að manneskja hafi verið um borð í bátnum, sem er lítill hobbíbátur. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í kvöld en ekki hefur fengist staðfest að bakpokinn tengist bátnum og mögulegum mannaferðum. Aðstæður voru „sæmilega erfiðar“ við leitina í dag, að sögn Davíðs. „Það var mikill öldugangur og erfitt fyrir bátafólkið að vera á vatninu, það var enginn friður,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28