Fótbolti

Barcelona orðið þreytt á „óþarflega erfiðum“ forráðamönnum PSG í Neymar-málinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enn er ekki vitað hvort Neymar verði áfram hjá PSG.
Enn er ekki vitað hvort Neymar verði áfram hjá PSG. vísir/getty
Viðræður PSG og Barcelona um félagaskipti hins brasilíska Neymar ganga illa þessa daganna en forráðamenn Börsunga eru ekki ánægður með kollega sína hjá franska félaginu.

Félögin hafa rætt saman undanfarnar vikur um félagaskipti Neymar til Barcelona en Sport greinir frá því að nú séu viðræðurnar staðnaðar vegna hegðunnar forráðamanna PSG.

Börsungar segja að þeir frönsku séu afar erfiðir í viðræðunum og einfaldlega óþarflega erfiðir. Síðasta boð Börsunga hljóðaði upp á peningaupphæð og þrjá leikmenn en PSG hafði lítinn áhuga á því.







Það sem flækir málið enn meira er að erkifjendur Barcelona, Real Madrid, hafa einnig mikinn áhuga á að klófesta Neymar og mun það ekki vera hjálpa til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×