Enski boltinn

Raheem Sterling gæti orðið fyrsti fótboltamaðurinn með Air Jordan skósamning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. Getty/Chloe Knott
Raheem Sterling er að verða svo stór að íþróttavörumerki körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan vill tengja sig við hann.

Raheem Sterling heldur áfram að bæta sig undir stjórn Pep Guardiola hjá Manchester City en hann skoraði þrennu í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Raheem Sterling er á góðri leið með að verða besti knattspyrnumaður heims enda ráða fáir varnarmenn við hann þessa dagana. Hann er líka heldur betur búinn að finna markaskó sína og er hættur að klúðra eins mikið af dauðafærum. Það þýðir mark og jafnvel mörk í hverjum leik.





Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur nú boðið enska landsliðsmanninum hundrað milljónir punda fyrir Air Jordan skósamning. Hundrað milljón pund eru rúmlega 14,8 milljarðar íslenskra króna.

Air Jordan merkið hefur aðallega tengt sig við körfuboltanum enda nefnt eftir súperstjörnunni Michael Jordan. Raheem Sterling gæti hins vegar orðið fyrsti fótboltamaðurinn með Air Jordan skósamning. Telegraph segir frá þessum samningstilboði í dag.

Hingað til hefur Air Jordan einbeitt sér að samningum við körfuboltafólk, hafnarboltaleikmenn sem og tónlistarfólk.

Air Jordan myndi með þessu stökkva inn á markaðinn með nýja fótboltaskó en Nike hefur verið í samstarfi við franska stórliðið Paris Saint Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×