Fjárfestar svartsýnir eftir forkosningar í Argentínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. ágúst 2019 08:30 Mauricio Macri gekk ekki vel í forkosningunum þar sem hann hlaut aðeins 32 prósent atkvæða. Nordicphotos/AFP Mauricio Macri, forseti Argentínu, hét því í fyrrinótt að hann myndi vinna Argentínumenn aftur á sitt band áður en forsetakosningar fara fram í landinu í október næstkomandi. Markaðir í landinu hafa tekið afar skarpa dýfu í vikunni eftir að Macri tapaði óvænt forkosningum með miklum mun. Forkosningarnar, hugsaðar til þess að útiloka frambjóðendur með lítið sem ekkert fylgi frá forsetakosningunum, gefa vísbendingar um hver sigurvegari forsetakosninganna verður. Macri fékk um 32 prósent atkvæða en perónistinn Alberto Fernández, forsetaefni vinstriflokksins UCD, fékk tæp 48 prósent atkvæða. Höggið á mörkuðum var mikið. Virði hlutabréfa í kauphöllinni í Buenos Aires hefur lækkað um nærri helming frá því á kjördag og þá hefur gengi argentínska pesósins sömuleiðis fallið töluvert gagnvart Bandaríkjadal. „Við munum sjá þetta smita út frá sér að einhverju leyti. En við skulum ekki láta hlaupa með okkur í gönur,“ sagði Andrea Ianelli, fjárfestingarstjóri hjá Fidelity International, við bandaríska miðilinn CNBC um málið í gær. Það var einkum reiði vegna efnahagsmála sem olli tapi Macris, samkvæmt stjórnmálaskýrendum. Niðurskurðaraðgerðir hans í efnahagskreppunni sem ríður yfir Argentínu og mikil verðbólga hafa fært þjóðina aftur til vinstri og á því græða Fernández og varaforsetaefni hans, fyrrverandi forsetinn Cristina de Kirchner. Samkvæmt Financial Times óttast fjárfestar að með kjöri Fernández myndi Kirchner í raun komast aftur til valda. Í stjórnartíð hennar varð Argentína, samkvæmt blaðamanni viðskiptaritsins, ósnertanleg í augum alþjóðlegra fjárfesta vegna tíðra afskipta stjórnvalda af einkageiranum. Þá hefur Fernández sjálfur sagst ætla að hætta að greiða af vöxtum skulda sem hvíla á seðlabankanum. Þykir það sömuleiðis áhyggjuefni fyrir fjárfesta, samkvæmt Financial Times. Kirchner á sömuleiðis fjölda hneykslismála að baki. Hún hefur verið ákærð fyrir meintan þátt sinn í ellefu spillingarmálum í gegnum tíðina en ekki verið sakfelld til þessa. Í embætti beitti hún sér í stórum jafnréttisbaráttu- og mannréttindamálum. Til að mynda var samkynja pörum leyft að giftast í forsetatíð hennar og ein ítarlegasta löggjöf heims um réttindi trans fólks var samþykkt. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mauricio Macri, forseti Argentínu, hét því í fyrrinótt að hann myndi vinna Argentínumenn aftur á sitt band áður en forsetakosningar fara fram í landinu í október næstkomandi. Markaðir í landinu hafa tekið afar skarpa dýfu í vikunni eftir að Macri tapaði óvænt forkosningum með miklum mun. Forkosningarnar, hugsaðar til þess að útiloka frambjóðendur með lítið sem ekkert fylgi frá forsetakosningunum, gefa vísbendingar um hver sigurvegari forsetakosninganna verður. Macri fékk um 32 prósent atkvæða en perónistinn Alberto Fernández, forsetaefni vinstriflokksins UCD, fékk tæp 48 prósent atkvæða. Höggið á mörkuðum var mikið. Virði hlutabréfa í kauphöllinni í Buenos Aires hefur lækkað um nærri helming frá því á kjördag og þá hefur gengi argentínska pesósins sömuleiðis fallið töluvert gagnvart Bandaríkjadal. „Við munum sjá þetta smita út frá sér að einhverju leyti. En við skulum ekki láta hlaupa með okkur í gönur,“ sagði Andrea Ianelli, fjárfestingarstjóri hjá Fidelity International, við bandaríska miðilinn CNBC um málið í gær. Það var einkum reiði vegna efnahagsmála sem olli tapi Macris, samkvæmt stjórnmálaskýrendum. Niðurskurðaraðgerðir hans í efnahagskreppunni sem ríður yfir Argentínu og mikil verðbólga hafa fært þjóðina aftur til vinstri og á því græða Fernández og varaforsetaefni hans, fyrrverandi forsetinn Cristina de Kirchner. Samkvæmt Financial Times óttast fjárfestar að með kjöri Fernández myndi Kirchner í raun komast aftur til valda. Í stjórnartíð hennar varð Argentína, samkvæmt blaðamanni viðskiptaritsins, ósnertanleg í augum alþjóðlegra fjárfesta vegna tíðra afskipta stjórnvalda af einkageiranum. Þá hefur Fernández sjálfur sagst ætla að hætta að greiða af vöxtum skulda sem hvíla á seðlabankanum. Þykir það sömuleiðis áhyggjuefni fyrir fjárfesta, samkvæmt Financial Times. Kirchner á sömuleiðis fjölda hneykslismála að baki. Hún hefur verið ákærð fyrir meintan þátt sinn í ellefu spillingarmálum í gegnum tíðina en ekki verið sakfelld til þessa. Í embætti beitti hún sér í stórum jafnréttisbaráttu- og mannréttindamálum. Til að mynda var samkynja pörum leyft að giftast í forsetatíð hennar og ein ítarlegasta löggjöf heims um réttindi trans fólks var samþykkt.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira