Flestir Bretar vilja ganga úr ESB sama hvað það kostar Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 11:13 Kjósi Johnson forsætisráðherra að senda þingið heim til að binda hendur þess gagnvart Brexit nyti hann stuðnings stórs hluta bresku þjóðarinnar. Vísir/EPA Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Fleiri Bretar styddu að Boris Johnson forsætisráðherra gripi til hvaða ráða sem er til að draga Bretlands úr Evrópusambandinu en væru því andsnúnir ef marka má skoðanakönnun breska blaðsins Daily Telegraph. Johnson hefur sagst ætla að láta verða af Brexit í lok október, hvort sem það verður með útgöngusamningi við ESB eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnuninni sögðust 54% svarenda sammála fullyrðingunni: „Boris Johnson þarf að koma Brexit á sama hvað það kostar, þar á meðal með því að senda þingið heim ef þörf krefur til að koma í veg fyrir að þingmenn stöðvi það“. Andvígir voru 46%, að því er segir í frétt Reuters. Þegar tekið er tillit til óákveðinna aðhylltust 44% útgöngu sama hvað hún kostar en 37% voru á móti. Um fimmtungur sagðist óákveðinn. Vaxandi stuðningur við Íhaldsflokksins mældist í könnuninni en hann hefur tapað nokkru fylgi til Brexit-flokksins undanfarið. Um 31% sagðist styðja Íhaldsflokksins en 27% Verkamannaflokkinn.John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, á Wimbledon-tennismótinu fyrr í sumar.Vísir/EPAÞingforsetinn ætlar að berjast gegn því að þingið verði sent heim Hugmyndin um að Johnson gæti sent þingið heim til þess að koma í veg fyrir að þingmenn samþykki frumvarp gegn útgöngu án samnings er umdeild. Sjálfur hefur Johnson ekki útilokað að hann grípi til þess ráðs og harðlínumenn hafa hvatt hann til þess. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, segir að hann muni berjast gegn hvers konar tilraunum til að fara í kringum eða stöðva þingið til að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu með „hverju beini í líkama mínum“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við getum ekki lent í stöðu þar sem þinginu er lokað, við erum lýðræðisleg samfélag,“ segir Bercow. „Þingið lætur í sér heyra og enginn kemst upp með að koma í veg fyrir það, hvað mig varðar.“ Philipp Hammond, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May, segir að komið verði í veg fyrir útgöngu án samnings. Þingið muni stöðva það reyni ókjörnir fulltrúar í ríkisstjórn Johnson að þvinga útgöngunni í gegn. „Þingið er klárlega á móti útgöngu án samnings og forsætisráðherrann verður að virða það,“ segir Hammond.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21 Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58 Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41 Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bandaríkin tilbúin að semja við Bretland eftir Brexit Eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu verður Bandaríkjastjórn tilbúin að skrifa undir fríverslunarsamning, að sögn bandaríska utanríkisráðherrans. 7. ágúst 2019 21:21
Hamstra lyf í stórefldum undirbúningi fyrir Brexit án samnings Breska ríkisstjórnin leggur stóraukið fé til undirbúnings útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. 1. ágúst 2019 09:58
Samdráttur á Bretlandi í fyrsta skipti í sjö ár Fjármálaráðherrann hefur engar áhyggjur af því að kreppa gæti verið yfirvofandi. 9. ágúst 2019 18:41
Reyna að stoppa Boris Johnson fyrir dómi Skoskur dómstóll mun í næsta mánuði taka fyrir mál sem um sjötíu stjórnarandstöðuþingmenn hafa höfðað í von um að dómstóllinn úrskurði að Boris Johnson forsætisráðherra megi ekki slíta þingi til þess að ganga út úr Evrópusambandinu án samnings. 14. ágúst 2019 07:00