Viðskipti innlent

InnX tilheyrir nú A4

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
A4 er meðal annars með verslun í Skeifunni.
A4 er meðal annars með verslun í Skeifunni. Já.is
InnX skrifstofuhúsgögn hafa sameinast húsgagnahluta A4 að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum.

„Starfsemi InnX mun færast í nýjan og glæsilegan sýningarsal A4 í Skeifunni 17 en markmiðið er að styrkja sókn á skrifstofuhúsgagnamarkaðinum með bættri þjónustu og breiðara vöruúrvali. InnX skrifstofuhúsgögn hefur starfað í yfir 20 ár og þjónustað mörg öflugustu fyrirtæki landsins með sölu og ráðgjöf fyrir hágæða skrifstofuhúsgögn," segir í tilkynningunni.

Á meðal vörumerkja InnX sem nú bætast í vöruframboð A4 eru vörumerkin Steelcase, Orangebox, Bolia, Cube Design og Abstracta.

„Kröfur íslenskra fyrirtækja til aðbúnaðar starfsfólks eru eðlilega miklar og aukast sífellt. Við teljum að með sameiningu InnX og A4 verði okkur kleift að bjóða framúrskarandi lausnir þar sem áhersla á góða hönnun, mikinn sveigjanleika og samfélagslega ábyrgð verður í áberandi. Við munum höfða sérstaklega til arkitekta og verktaka sem geta leitað til okkar þegar kemur að verkefnum þar sem kröfur eru gerðar um góða hönnun og hagkvæmni í senn. Við ráðum þegar yfir mikilli sérfræðiþekkingu á þessu sviði og teljum að viðskiptavinir InnX muni njóta enn betri þjónustu við þessa sameiningu.” segir Egill Þór Sigurðsson forstjóri A4 í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×