Bandarískur þingmaður þakkar nauðgunum og sifjaspelli velgengni mannkyns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 23:30 Steve King, þingmaður repúblikana, á fundi í Boone í Iowa fyrir skömmu. Vísir/getty Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar. Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Steve King, þingmaður repúblikana frá Iowa, rökstuddi í dag frumvarp um algjört bann á fóstureyðingum með því að segja að mannkynið ætti velgengni sína m.a. sifjaspelli og nauðgunum að þakka. Ef ekki væri fyrir slíkt athæfi væri kynstofn manna líklega útdauður. King, sem er þekktur fyrir andúð sína á innflytjendum og kvenfrelsismálum, lét ummælin falla á morgunverðarfundi í bænum Urbandale í Iowa í dag en hann freistar þess nú að ná endurkjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem hann hefur setið í níu kjörtímabil. „Ef við litum yfir öll ættartrén og tækjum burt þá sem voru getnir með nauðgun eða sifjaspelli. […] Væri einhver eftir í heiminum ef við gerðum það? Þegar litið er til allra stríðanna og allra nauðgananna og allra ránanna sem fóru fram hjá öllum þessum þjóðum, ég veit að ég get ekki neitað því að vera að hluta til ávöxtur þess,“ sagði King á fundinum.Sjá einnig: Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina King er stuðningsmaður frumvarps um algjört bann á fóstureyðingum, einnig þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða. Hann var að færa rök fyrir stuðningi sínum með áðurnefndum ummælum. Ummælin hafa vakið mikla reiði síðan fyrst var fjallað um þau í héraðsblaðinu Des Moines Register. Öldungadeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Cory Booker, sem bæði eru frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins til forsetakosninganna árið 2020, fordæmdu ummælin og kröfðust þess að King segði af sér..@SteveKingIA: You are a disgrace. Resign. https://t.co/Tbu1e1mZ9O— Kirsten Gillibrand (@SenGillibrand) August 14, 2019 Iowans have long deserved better than Steve King and his hateful, insulting words. He should resign.We can show him it's time to go by donating to the guy who will beat him—my inspiring friend @JDScholten: https://t.co/v3Kd7Y9JCV https://t.co/g6cgOswmjp— Cory Booker (@CoryBooker) August 14, 2019 King var sviptur nefndarsætum sínum í þinginu fyrr á þessu ári eftir að hann kom hvítum þjóðernissinnum og öfgamönnum til varnar í viðtali við New York Times í janúar. King velti eftirfarandi upp í viðtalinu: „Hvítur þjóðernissinni, hvítur öfgamaður, vestræn menning. Hvernig varð þessi orðræða móðgandi?“ Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti, með velþóknun, lýst King sem „íhaldssömustu manneskju í heimi“. King hefur jafnframt ítrekað lýst yfir andúð sinni á innflytjendum og stofnað til bandalaga með hægri öfgamönnum í Evrópu, Kanada og víðar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum "Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja.“ 19. júlí 2018 17:54