573 mánuðir og 22 dagar síðan Víkingar komust síðast í bikarúrslit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 14:30 Kári Árnason. Vísir/Daníel Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Víkingar eiga í kvöld möguleika á því að gera það sem engum öðrum leikmanni félagsins hefur tekist í tæp 48 ár sem er að koma félaginu í bikarúrslitaleikinn. Víkingar komust síðast í bikarúrslitaleikinn 24. október 1971 þegar þeir unnu 2-0 sigur á Skagamönnum á Melavellinum en í þá daga fór öll bikarkeppnin fram eftir að Íslandsmótinu lauk. Gunnar Gunnarsson og Páll Björgvinsson skoruðu mörk Víkinga í þessum leik en Páll átti síðar eftir að vera lykilmaður í gullaldarliði Víkinga í handboltanum. Víkingsliðið var þarna í b-deildinni en komst upp þetta sama sumar og var því í raun orðið A-deildarlið þegar liðið keppti í bikarkeppninni. Víkingar gerðu gott betur en að komast í úrslitaleikinn því þar unnu þeir 1-0 sigur á Breiðabliki en bikarúrslitaleikurinn fór fram 9. nóvember 1971 á umræddum Melavelli. Jón Ólafsson skoraði sigurmarkið með þrumuskalla. Síðan að Víkinga unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppni karla í knattspyrnu eru liðnir 573 mánuðir og 22 dagar eða samtals 17.462 dagar. Víkingar hafa frá þessum sigri í október 1971 komist sex sinnum í undanúrslit bikarkeppninnar en tapað í öll sex skiptin. Víkingar töpuðu í undanúrslitunum 1974 á móti Val (1-2), 1982 á móti ÍA (1-2), 1988 á móti Val (0-1), 1990 á móti Val (0-2), 2006 á móti Keflavík (0-2) og loks 2014 á móti Keflavík 4-2 í vítakeppni. Öll liðin sem hafa unnið Víkingsliðið í venjulegum leiktíma í undanúrslitum hafa síðan orðið bikarmeistarar í framhaldinu eða lið Vals 1974, lið ÍA 1982, lið Vals 1988, lið Vals 1990 og lið Keflavíkur 2006.Þegar Víkingar unnu síðast undanúrslitaleik í bikarkeppninni þá ... ... voru enn tæp 11 ár í að elsti leikmaður Víkinga í dag fæddist (Kári Árnason) ... var Kristján Eldjárn forseti Íslands ... var hringvegurinn ekki fullgerður ... var Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra Íslands ... var Geir Hallgrímsson borgarstjóri Reykjavíkur ... hafði Ásgeir Sigurvinsson ekki leikið landsleik fyrir Ísland ... var BogdanKowalczyk markvörður hjá pólska handboltaliðinu SlaskWroclaw ... voru Keflvíkingar ríkjandi Íslandsmeistarar í knattspyrnu ... þá hafði ekkert félag orðið Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu ... þá var George Best allt í öllu í liði ManchesterUnited ... þá var Pelé enn að spila á fullu með liði Santos í Brasilíu ... þá var Trúbrot nýbúin að gefa út Lifun ... þá var Guðjón Þórðarson ekki búinn að spila meistaraflokksleik fyrir ÍA
Mjólkurbikarinn Reykjavík Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira