Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 13:45 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. Maðurinn ber við minnisleysi en hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskylda lyfja. Hann hafi enga mótspyrnu veitt þegar hann var stöðvaður. „Við vissum voðalega lítið hvað væri að gerast fyrr en við fréttum að vélin væri að fara að lenda í Stavangri,“ segir Júlíana Kristín. Lagt var af stað frá Búdapest klukkan sjö í morgun en ákveðið að millilenda í Noregi vegna uppákomunnar. „Þá vissum við ekkert hvað var í gangi. Þá taka bara lögregla og slökkvilið á móti okkur. Þetta var óhugnanlegt,“ segir Júlíana Kristín.Flugstöðin í Stavangri í Noregi.WikiCommonsFljótlega hafi kvisast út að þetta væri vegna hegðunar Íslendingsins sem mun vera á sjötugsaldri. „Starfsfólkið tæklaði þetta vel. Það voru allir mjög rólegir,“ segir Júlíana Kristín. Júlíana, sem er pönkbassaleikari í hljómsveitinni Dauðyflunum, var komin til landsins þegar blaðamaður náði af henni tali. Biðin í Stavangri hefði líklegast verið um fjörutíu mínútur. „Það þurfti að leita að tösku mannsins í farþegaríminu. Allir þurftu að taka sinn handfarangur út til að bera kennsl á tösku mannsins. Hún fannst.“ Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Hann verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira