Björn Ingi reisti eigið bænahús við Akrafjall Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. ágúst 2019 07:15 Bænahúsið á Másstöðum undir Akrafjalli er fullgert og tilbúið til vígslu. Björn Ingi Hrafnsson hefur reist bænahús á jörð fjölskyldunnar í Hvalfirði undir Akrafjalli. Í framtíðinni hyggst Björn Ingi búa á jörðinni. Er alinn upp á trúuðu heimili og segir eigið bænahús hafa lengi verið draum móður sinnar. „Ég kem frá mjög trúuðu heimili, þar sem bænir og andans mál hafa alltaf verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem nýlega reisti lítið bænahús. „Ég hef reynt að tileinka mér mátt bænarinnar sjálfur á fullorðinsárum og sífellt meira.“ Bænahúsið stendur á jörðinni Másstöðum undir Akrafjalli sem Björn Ingi og foreldrar hans hafa byggt upp á undanförnum árum. Hann segir að staðurinn sé orðinn mikill griðastaður fjölskyldunnar. „Þarna ætla ég að búa í framtíðinni, enda er einstakt að geta verið í jafn miklu návígi við náttúruna í algjörum friði frá þéttbýlinu, en samt aðeins spölkorn frá bæði Akranesi og sjálfri höfuðborginni.“ Björn Ingi segir húsið „athvarf þar sem hægt er að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér og öðrum, hugleiða og biðja og rækta andann“. Hugmyndin að bænahúsinu kom frá móður Björns Inga. Hún hafði lengi átt þennan draum og ungur ákvað hann að láta drauminn rætast. Fyrir nokkrum árum sá hann auglýsingu um nýtt smáhýsi á Bland en það var smíðað í hesthúsahverfinu í Kópavogi. Hann keypti hýsið en fyrst núna gafst tækifæri til að koma því fyrir og innrétta í samræmi við erindið. Björn Ingi segir yndislegt að taka þátt í þessu með foreldrum sínum og finna viðbrögðin frá fólki sem fylgst hefur með uppbyggingunni á samfélagsmiðlum. „Við vitum af mörgum fleirum sem ætla að gera slíkt hið sama og eiga sitt eigið bænahús, hvort sem er í sveitinni eða við sumarbústaði,“ segir hann. Nú þegar bænahúsið er fullgert stendur til að vígja það með formlegum hætti og mun prestur mæta til verksins á næstu dögum. „Mér finnst mikilvægt að tala opinskátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar,“ segir Björn Ingi. „Það hefur kannski ekki verið mikið í tísku til skamms tíma, en ég held að það sé svolítið að breytast aftur. Áherslan á núvitund, íhugun og margvíslega hugleiðslu er auðvitað eitthvað sem bænin smellpassar inn í og við erum öll í amstri hversdagsins að leita að einhverjum innri friði og ró.“ Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Trúmál Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Fjölmiðlamaðurinn kallar eftir auknu sjálfstrausti innan kirkjunnar og hins þögla meirihluta. 18. október 2018 23:51 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson hefur reist bænahús á jörð fjölskyldunnar í Hvalfirði undir Akrafjalli. Í framtíðinni hyggst Björn Ingi búa á jörðinni. Er alinn upp á trúuðu heimili og segir eigið bænahús hafa lengi verið draum móður sinnar. „Ég kem frá mjög trúuðu heimili, þar sem bænir og andans mál hafa alltaf verið sjálfsagður hluti af daglegu lífi,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem nýlega reisti lítið bænahús. „Ég hef reynt að tileinka mér mátt bænarinnar sjálfur á fullorðinsárum og sífellt meira.“ Bænahúsið stendur á jörðinni Másstöðum undir Akrafjalli sem Björn Ingi og foreldrar hans hafa byggt upp á undanförnum árum. Hann segir að staðurinn sé orðinn mikill griðastaður fjölskyldunnar. „Þarna ætla ég að búa í framtíðinni, enda er einstakt að geta verið í jafn miklu návígi við náttúruna í algjörum friði frá þéttbýlinu, en samt aðeins spölkorn frá bæði Akranesi og sjálfri höfuðborginni.“ Björn Ingi segir húsið „athvarf þar sem hægt er að eiga kyrrðarstund með sjálfum sér og öðrum, hugleiða og biðja og rækta andann“. Hugmyndin að bænahúsinu kom frá móður Björns Inga. Hún hafði lengi átt þennan draum og ungur ákvað hann að láta drauminn rætast. Fyrir nokkrum árum sá hann auglýsingu um nýtt smáhýsi á Bland en það var smíðað í hesthúsahverfinu í Kópavogi. Hann keypti hýsið en fyrst núna gafst tækifæri til að koma því fyrir og innrétta í samræmi við erindið. Björn Ingi segir yndislegt að taka þátt í þessu með foreldrum sínum og finna viðbrögðin frá fólki sem fylgst hefur með uppbyggingunni á samfélagsmiðlum. „Við vitum af mörgum fleirum sem ætla að gera slíkt hið sama og eiga sitt eigið bænahús, hvort sem er í sveitinni eða við sumarbústaði,“ segir hann. Nú þegar bænahúsið er fullgert stendur til að vígja það með formlegum hætti og mun prestur mæta til verksins á næstu dögum. „Mér finnst mikilvægt að tala opinskátt um trúna og vera stoltur af því að trúa á bænina og mátt hennar,“ segir Björn Ingi. „Það hefur kannski ekki verið mikið í tísku til skamms tíma, en ég held að það sé svolítið að breytast aftur. Áherslan á núvitund, íhugun og margvíslega hugleiðslu er auðvitað eitthvað sem bænin smellpassar inn í og við erum öll í amstri hversdagsins að leita að einhverjum innri friði og ró.“
Birtist í Fréttablaðinu Hvalfjarðarsveit Trúmál Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Fjölmiðlamaðurinn kallar eftir auknu sjálfstrausti innan kirkjunnar og hins þögla meirihluta. 18. október 2018 23:51 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Rétttrúnaðurinn hefur hrakið kirkjuna út í horn að mati Björns Inga Fjölmiðlamaðurinn kallar eftir auknu sjálfstrausti innan kirkjunnar og hins þögla meirihluta. 18. október 2018 23:51
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent