Fótbolti

Síðasta tilboð Real í Neymar hljóðar upp á 150 milljónir punda og James Rodriguez

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar á æfingu PSG á dögunum þar sem hann er ekki í myndinni á meðan fé
Neymar á æfingu PSG á dögunum þar sem hann er ekki í myndinni á meðan fé vísir/getty
Real Madrid er að undirbúa tilboð í brasilísku stórstjörnuna Neymar og það verður síðasta tilboðið sem spænska stórliðið mun gera í Neymar.

Nokkrum tilboðum Real í Brassann hefur verið hafnað og nú eru forráðamenn Real að gefast upp á PSG. Þeir hafa lagt sitt síðasta tilboð á borðið og verði því hafnað gera þeir ekki annað tilboð.

Nú hljóðar tilboðið upp á 150 milljónir punda og í auki myndi PSG fá James Rodriguez sem er ekki í framtíðarplönum Zinedine Zidane, stjóra Real. PSG hefur ekki svarað tilboðinu en spænski miðillinn AS greinir frá.

Real Madrid eru ekki einir um Neymar því erkifjendur þeirra í Barcelona vilja einnig klófesta hann. Forráðamenn Barcelona eru sagðir vongóðir um að fá Neymar á láni út leiktíðina.







Eftir eitt ár á láni myndi Barcelona svo kaupa hann næsta sumar en hann lék einmitt með félaginu frá 2013 til 2017.

Neymar var ekki í leikmannahópi PSG í gærkvöldi sem tapaði fyrir 2-1 fyrir Rennes á útivelli en hann mun væntanlega ekki spila með frönsku meisturunum á meðan félagaskiptaglugginn er opin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×