Sjáðu allar stjörnurnar sem kveiktu í Selfossstelpunum fyrir bikarsigurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:21 Selfossstelpurnar fagna bikarmeistaratitlinum. Vísir/Daníel Selfossstelpurnar fóru á laugardaginn með bikar yfir Ölfusárbrúna í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs félagsins. Selfoss vann Mjólkurbikarinn eftir framlengdan úrslitaleik á móti KR á Laugardalsvellinum. Selfossliðið lenti undir í leiknum en gafst ekki upp, jafnaði metin og tryggði sér síðan bikarmeistaratitilinn í framlengingu. Það var mikið fagnað í Selfossstúkunni í Dalnum enda Selfossliðið tvisvar sinnum búið að tapa bikarúrslitaleik á síðustu árum. Allt var þegar þrennt er og það sást langar leiðir að Selfossstelpurnar sættu sig við ekkert annað en gull að þessu sinni.Myndbandið sem að stelpurnar okkar sáu fyrir leikinn í gær! https://t.co/RKsX97M5f6 — Selfoss Fótbolti (@selfossfotbolti) August 18, 2019Það er ekki nóg með að Selfossliðið hafi fengið frábæran stuðning í stúkunni þá fengu þær líka að horfa á mjög hvetjandi og skemmtilegt myndband fyrir bikarúrslitaleikinn. Þar mátti sjá allar helstu íþróttastjörnur Selfoss og Suðurlands senda sínum stelpum baráttukveðjur. Í myndbandinu mátti sjá landsliðsfólk eins og Dagnýju Brynjarsdóttur, Jón Daða Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson. Þar voru líka leikmenn úr Íslandsmeistaraliði Selfoss í handboltanum, Íslandsmeistaraþjálfarann Patrek Jóhannesson, leikmenn úr öðrum meistaraflokkum Selfoss og einnig þá leikmenn Selfossliðsins sem eru komnar út í skóla og gátu ekki verið með. Í myndbandinu voru líka nokkrir erlendir leikmenn Selfoss frá síðustu árum. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan. Eftir að hafa horft á það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að Selfossstelpurnar hafi náð í langþráð gull. Árborg Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Selfossstelpurnar fóru á laugardaginn með bikar yfir Ölfusárbrúna í fyrsta sinn í sögu kvennaliðs félagsins. Selfoss vann Mjólkurbikarinn eftir framlengdan úrslitaleik á móti KR á Laugardalsvellinum. Selfossliðið lenti undir í leiknum en gafst ekki upp, jafnaði metin og tryggði sér síðan bikarmeistaratitilinn í framlengingu. Það var mikið fagnað í Selfossstúkunni í Dalnum enda Selfossliðið tvisvar sinnum búið að tapa bikarúrslitaleik á síðustu árum. Allt var þegar þrennt er og það sást langar leiðir að Selfossstelpurnar sættu sig við ekkert annað en gull að þessu sinni.Myndbandið sem að stelpurnar okkar sáu fyrir leikinn í gær! https://t.co/RKsX97M5f6 — Selfoss Fótbolti (@selfossfotbolti) August 18, 2019Það er ekki nóg með að Selfossliðið hafi fengið frábæran stuðning í stúkunni þá fengu þær líka að horfa á mjög hvetjandi og skemmtilegt myndband fyrir bikarúrslitaleikinn. Þar mátti sjá allar helstu íþróttastjörnur Selfoss og Suðurlands senda sínum stelpum baráttukveðjur. Í myndbandinu mátti sjá landsliðsfólk eins og Dagnýju Brynjarsdóttur, Jón Daða Böðvarsson og Viðar Örn Kjartansson. Þar voru líka leikmenn úr Íslandsmeistaraliði Selfoss í handboltanum, Íslandsmeistaraþjálfarann Patrek Jóhannesson, leikmenn úr öðrum meistaraflokkum Selfoss og einnig þá leikmenn Selfossliðsins sem eru komnar út í skóla og gátu ekki verið með. Í myndbandinu voru líka nokkrir erlendir leikmenn Selfoss frá síðustu árum. Það má sjá þetta skemmtilega myndband hér fyrir neðan. Eftir að hafa horft á það þarf kannski ekki að koma mikið á óvart að Selfossstelpurnar hafi náð í langþráð gull.
Árborg Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira