Skólinn snýst um samskipti Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:08 Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hrefna Sigurjónsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Haustið er handan við hornið og skólar hefja göngu sína á næstu dögum. Fyrir flesta er þetta tími tilhlökkunar, möguleika og fagurra fyrirheita en fyrir suma getur þetta verið kvíðvænlegur tími því þau eru misjöfn verkefnin sem við glímum við. Hvað sem því líður er skólinn hjartað í samfélaginu því þar eru börnin okkar stóran hluta ævi sinnar og eiga að njóta þess tíma og undirbúa sig fyrir það sem koma skal. Samstarf heimila og skóla Gott samstarf heimila og skóla, á öllum skólastigum, er ein af forsendum farsæls skólastarfs og stuðlar að árangri og vellíðan nemenda. Þetta vitum við flest og margoft hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess, m.a. með rannsóknum, að foreldrar séu virkir þátttakendur í leik og starfi barna sinna. Slíkt samstarf byggir á góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu allra hlutaðeigandi. Menntun og velferð nemenda er sameiginlegt verkefni skólans og heimilanna þótt foreldrar og forsjáraðilar beri vissulega ábyrgð á uppeldi barna sinna. En fæstir spretta fram fullskapaðir foreldrar og allir þurfa einhvern tíma aðstoð við að fóta sig í gegnum uppeldið á mismunandi æviskeiðum barnsins.Ekki síst með tilkomu nýrra áskorana sem tengst geta tækni og þeim möguleikum og freistingum sem hún hefur í för með sér. Hér er samstarf allra hlutaðeigandi lykillinn að hinu gullna jafnvægi og skólinn getur aðstoðað foreldra í uppeldishlutverkinu auk þess að skapa tækifæri til menntunar. Flestir foreldrar eru auk þessa á vinnumarkaði og ekki má vanmeta hlutverk atvinnulífsins í að skapa svigrúm og tækifæri fyrir foreldra og aðra uppalendur að sinna þessu mikilvægasta hlutverki lífsins. Í raun er ekki vanþörf á að skapa enn fleiri tækifæri fyrir foreldra til að fá fræðslu og aðstoð við uppeldishlutverkið í krefjandi veröld nútímans. Hvernig tek ég þátt? Þátttaka foreldra í skólastarfinu er mikilvæg og í boði eru ýmsar leiðir til að láta til sín taka, s.s. í gegnum bekkjarstarf og foreldrafélag en einnig eiga foreldrar sæti í foreldraráðum leik- og framhaldsskóla og skólaráðum grunnskóla. Þátttaka í daglegu skólastarfi er ekki síður mikilvæg og margir þættir þar sem snúa beint að foreldrum s.s. að fylgjast með lestri og heimanámi barna sinna, mæta í foreldraviðtöl, á námsefniskynningar og ýmsa viðburði í skólanum og aðstoða þegar þörf krefur. Skólinn er opinn foreldrum og um að gera að hafa samband, taka þátt og viðra áhugaverðar hugmyndir. Rannsóknir benda til þess að þegar foreldrar taka þátt í skólastarfi og hafa jákvæða afstöðu til skólans sé frammistaða nemenda betri, sjálfstraust meira og viðhorf nemenda almennt jákvæðara. Auk þessa eru fjarvistir færri og brottfall minna. Skólabragur verður jákvæðari og öllum líður betur – nemendum, kennurum og foreldrum. Virðing vísar veginn Við hjá Heimili og skóla og SAFT veitum auk fræðslu í formi erinda og námskeiða, ráðgjöf í einstaka málum. Þegar eitthvað bjátar á og til okkar er leitað eiga málin oftar en ekki eitt atriði sameiginlegt. Þau snúast um samskipti. Þetta geta verið samskipti foreldra við skólann og öfugt, samskipti nemenda og kennara, samskipti barna og foreldra, samskipti í nemendahópum o.s.frv. Vandinn skapast oft af því að virðingu, heilindi og skilning skortir í samskiptum. Jafnvel getu til að setja sig í spor annarra. Því viljum við nú í upphafi skólaárs brýna fyrir öllum aðilum skólasamfélagsins að leggja sig fram við að sýna virðingu og umburðarlyndi í samskiptum og muna að við eigum öll mismunandi sögu og erum að fást við miskrefjandi verkefni sem hafa áhrif á hegðun og líðan. Tillitssemi kostar ekkert og til að ná árangri og stuðla að farsælli skólagöngu nemenda er virðing í samskiptum lykilatriði.Höfundur er framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun