Enski boltinn

Lélegasta lið Bretlandseyja vann fyrsta leikinn í 840 daga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fótbolti.
Fótbolti. vísir/getty
Fort William, lélegasta fótboltalið Bretlandseyja, vann loksins leik í gærkvöldi sem endaði 73 leikja hrinu án sigurs hjá félaginu.

Liðið leikur í Highland-deildinni í Skotlandi og þeir voru með markatölu í mínus 221 mörkum í fyrra en sigurinn í gær kom í bikarkeppninni í Skotlandi.

Liðið vann þá 5-2 sigur á Nairn County en síðasti sigur liðsins kom fyrir fjórum tímabilum síðan er liðið vann 4-1 sigur á Strathspey Thistle.







Þegar nokkrar mínútur voru eftir af leiknum var nafn liðsins orðið eitt af heitustu orðunum á Twitter enda margir sem vildu ræða þetta magnaða afrek liðsins; að vinna einn knattspyrnuleik.

840 dagar voru síðan liðið vann síðast knattspyrnuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×