Tollkvóti fyrir lambahryggi ekki opnaður Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 15:57 Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ákveðið að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt. Hinn 26. júlí síðastliðinn lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við ráðherra að opnað yrði á tollkvóta fyrir lambahryggi tímabilið 29. júlí til 30. ágúst þar sem nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að ekki væri nægilegt framboð til staðar. Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum. Áður en ráðherra hafði tekið afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda. Með hliðsjón af þeim upplýsingum óskaði ráðherra eftir því að nefndin tæki málið til afgreiðslu að nýju og lyki rannsókn sinni í þessari viku. Nefndin hóf því rannsóknarferli sitt að nýju og aflaði upplýsinga frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Rannsókn nefndarinnar dagana 30. og 31. júlí leiddi í ljós nýjar og ítarlegri upplýsingar bæði frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Bæði hafði birgðastaða framleiðenda breyst auk þess sem nýjar upplýsingar bárust um birgðastöðu dreifingaraðila. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja slátrun fyrr hjá hluta framleiðanda. Þessar upplýsingar breyttu stöðunni frá því sem áður hafði legið fyrir. Niðurstaða ráðgjafanefndarinnar er því sú að skilyrði 65. gr. A búvörulaga fyrir opnun á tollkvóta fyrir lambahryggi eru ekki uppfyllt. Það regluverk sem gildir um úthlutun tollkvóta hefur verið til endurskoðunar hjá ráðuneytinu um nokkurt skeið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði í síðasta mánuði fram á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og stendur umsagnarferlið til 8. ágúst nk. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta og er markmið frumvarpsins að stuðla að auknum ábata fyrir neytendur og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Frumvarpið á auk þess að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi. Landbúnaður Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05 Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur ákveðið að leggja ekki til við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta fyrir lambahryggi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt. Hinn 26. júlí síðastliðinn lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við ráðherra að opnað yrði á tollkvóta fyrir lambahryggi tímabilið 29. júlí til 30. ágúst þar sem nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn sína að ekki væri nægilegt framboð til staðar. Samkvæmt lögunum telst framboð ekki nægjanlegt ef varan er ekki til stöðugrar dreifingar eða áætla má að hún verði það ekki í að lágmarki 90% magni af eftirspurn a.m.k. tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá a.m.k. tveimur framleiðendum. Áður en ráðherra hafði tekið afstöðu til tillögu nefndarinnar fékk nefndin upplýsingar um breytta birgðastöðu framleiðenda. Með hliðsjón af þeim upplýsingum óskaði ráðherra eftir því að nefndin tæki málið til afgreiðslu að nýju og lyki rannsókn sinni í þessari viku. Nefndin hóf því rannsóknarferli sitt að nýju og aflaði upplýsinga frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Rannsókn nefndarinnar dagana 30. og 31. júlí leiddi í ljós nýjar og ítarlegri upplýsingar bæði frá framleiðendum og dreifingaraðilum. Bæði hafði birgðastaða framleiðenda breyst auk þess sem nýjar upplýsingar bárust um birgðastöðu dreifingaraðila. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja slátrun fyrr hjá hluta framleiðanda. Þessar upplýsingar breyttu stöðunni frá því sem áður hafði legið fyrir. Niðurstaða ráðgjafanefndarinnar er því sú að skilyrði 65. gr. A búvörulaga fyrir opnun á tollkvóta fyrir lambahryggi eru ekki uppfyllt. Það regluverk sem gildir um úthlutun tollkvóta hefur verið til endurskoðunar hjá ráðuneytinu um nokkurt skeið. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lagði í síðasta mánuði fram á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum og stendur umsagnarferlið til 8. ágúst nk. Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á úthlutun tollkvóta og er markmið frumvarpsins að stuðla að auknum ábata fyrir neytendur og að aukinni samkeppni á markaði með landbúnaðarvörur. Frumvarpið á auk þess að einfalda og skýra regluverk um úthlutun tollkvóta. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi á komandi haustþingi.
Landbúnaður Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05 Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11 Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Virðast hafa fundið fleiri lambahryggi Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir því að ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum 30. júlí 2019 15:05
Undanþága vegna innflutnings á lambakjöti veitt Íslenskir lambahryggir hafa verið af skornum skammti í sumar en ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara samþykkti í dag að opna tollkvóta á lambahryggjum. Fyrr í sumar hafði ósk um undanþágu frá tollum á innflutt kjöt verið hafnað.f 23. júlí 2019 16:11
Aðkoma afurðastöðva og stjórnvalda að lambakjötsskorti verði skoðuð Félag atvinnurekenda hefur sent Samkeppniseftirlitinu erindi. 25. júlí 2019 14:34