Sport

Björgvin ræðir mistök gærdagsins sem kostuðu hann 1000 dollara

Birgir Olgeirsson skrifar
Björgvin Karl ræðir við Birnu Maríu eftir fyrsta keppnisdaginn.
Björgvin Karl ræðir við Birnu Maríu eftir fyrsta keppnisdaginn.
Birna María Másdóttir og Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir eru staddar í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum, þar sem þær fylgjast með heimsleikunum í Crossfit

Fyrsti keppnisdagur var í gær  þar sem allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurð. Annie Mist Þórisdóttir situr í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdaginn, Katrín Tanja Davíðsdóttir í tólfta sæti, Þuríður Erla Helgadóttir í sextánda sæti, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í 26. sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir í 32. sæti.

Björgvin Karl Guðmundsson situr í tólfta sæti eftir fyrsta daginn en þær Birna María og Svanhildur Gréta ræddu við hann í Madison þar sem hann fór yfir mistökin sem hann gerði sem varð til þess að hann missti af þriðja sætinu í fyrstu keppnisgreininni og þar af leiðandi þúsund dollurum, eða því sem nemur um 122 þúsund krónum miðað við gengi dagsins í dag.

Þá er einnig rætt er við íþróttablaðamanninn og CrossFit-spekinginn Tommy Marquez sem talar um gengi Íslendinganna á fyrsta keppnisdeginum.

Vísir og Stöð 2 Sport fylgist grannt með gangi mála á CrossFit-leikunum í ár með beinum útsendingum. Hægt er að horfa á beinu útsendingunni á Vísi og Stöð 2 Sport 3 sem hefst klukkan 14:30 en bein textalýsing hefst klukkan 14. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×