Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 23:28 Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir „Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21