Enski boltinn

Sjáðu mörkin og vítakeppnina úr leik United og Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daniel James skorar úr síðustu spyrnu United í vítakeppninni.
Daniel James skorar úr síðustu spyrnu United í vítakeppninni. vísir/getty
Manchester United bar sigurorð af AC Milan eftir vítaspyrnukeppni á International Champions Cup í dag. Leikið var í Cardiff. Þetta var síðasti leikur United á undirbúningstímabilinu. Liðið fór ósigrað í gegnum það.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 2-2, en United vann vítakeppnina, 4-5.

Marcus Rashford og Jesse Lingard skoruðu mörk United í leiknum og Suso og Victor Lindelöf (sjálfsmark) mörk Milan.

United skoraði úr öllum sínum spyrnum í vítakeppninni. Milan skoraði úr fyrstu fjórum spyrnunum sínum en David de Gea varði síðustu spyrnu Ítalanna frá Daniel Maldini, syni Milan-goðsagnarinnar Paolos Maldini.

Mörkin úr leiknum og vítaspyrnukeppnina má sjá hér fyrir neðan.

Mörkin
Klippa: AC Milan 2-2 Man. Utd.
 

Vítakeppnin
Klippa: AC Milan - Man. Utd., vítakeppni
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×