Enski boltinn

Guardiola: Höfðum ekki efni á Maguire

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola og félagar unnu Samfélagsskjöldinn í gær.
Guardiola og félagar unnu Samfélagsskjöldinn í gær. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið hafi ekki haft efni á Harry Maguire.

Enski landsliðsmaðurinn er á leið til Manchester United fyrir 85 milljónir punda. Leicester City græðir því vel á Maguire sem félagið keypti frá Hull City fyrir 17 milljónir punda fyrir tveimur árum.

Eftir leikinn gegn Liverpool um Samfélagsskjöldinn í gær viðurkenndi Guardiola að hafa haft áhuga á Maguire en United hafi boðið betur.

„Hann er frábær leikmaður. Við vorum áhugasamir en höfðum ekki efni á honum, öfugt við United. Ég vil óska United til hamingju með félagaskiptin,“ sagði Guardiola.

City vann leikinn um Samfélagsskjöldin í vítakeppni, 5-4. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×