Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir kappaksturinn dramatíska í Ungverjalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton tekur gúlsopa af kampavíni eftir sigurinn í Ungverjalandi.
Hamilton tekur gúlsopa af kampavíni eftir sigurinn í Ungverjalandi. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes vann dramatískan sigur í ungverska kappakstrinum í gær.



Hamilton og Max Verstappen á Red Bull börðumst um sigurinn á Hungaroring. Verstappen var lengst af með forystuna en Hamilton tók fram úr honum þegar þrír hringir voru eftir.

Með sigrinum náði Hamilton 62 stiga forystu í keppni ökuþóra. Hann er svo gott sem öruggur með sjötta heimsmeistaratitil sinn.

Sebastian Vettel varð þriðji í gær og samherji hans á Ferrari, Charles Leclerc, fjórði. Carlos Sainz á McLaren-Renault endaði í 5. sæti.

Nú tekur við fjögurra vikna sumarfrí en næsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Sviss 1. september.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Sýnar um Formúlu 1, fóru yfir ungverska kappaksturinn að honum loknum. Uppgjörsþáttinn má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Uppgjörsþáttur eftir ungverska kappaksturinn
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×