Enski boltinn

Spilaði í Pepsi-deildinni 2011 en átta árum síðar á leið til Vincent Kompany og Anderlecht

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kemar Roofe.
Kemar Roofe. vísir/getty
Framherjinn Kemar Roofe gengst í dag undir læknisskoðun hjá belgíska stórveldinu Anderlecht en hann er að ganga í raðir félagsins frá Leeds.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds United, staðfesti eftir 3-1 sigur Leeds í gær að Roofe myndi yfirgefa félagið áður en sumarglugginn væri á enda.

Roofe á einungis eitt ár eftir af samningi sínum hjá Leeds og bendir allt til þess að hann verði leikmaður Vincent Kompany sem er spilandi þjálfari hjá Anderlecht.







Framherjinn átti fínasta tímabil á síðustu leiktíð en þá skoraði hann fimmtán mörk í 34 leikjum. Leeds fór alla leið í umspilið en datt þar út fyrir Derby County.

Kompany hefur verið öflugur á leikmannamarkaðnum í sumar en Samir Nasri og vinstri bakvörður Manchester City, Philippe Sandler, hafa meðal annars gengið í raðir félagsins.

Byrjunin hefur þó ekki verið góð í deildinni en félagið er einungis með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Til gamans má geta að Roofe lék með Víkingi Reykjavík á láni sumarið 2011 er liðið lék í efstu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×