Fótbolti

Hjálpaði Ajax að slá út Real Madrid óvænt út úr Meistaradeildinni en gæti nú samið við spænska stórliðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Miðjumaðurinn Donny van de Beek er að ganga í raðir Real Madrid ef marka má heimildir Sky Sports fréttastofunnar.

Hollendingurinn kemur til félagsins frá Ajax þar sem hann hefur leikið allan sinn feril en talið er að Real borgi 55-60 milljónir punda fyrir miðjumanninn.







Van de Beek var í liði Ajax sem sló Real Madrid eftirminnilega út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Ajax komst einnig áfram gegn Juventus.

Hann hefur spilað 96 leiki fyrir Ajax og skorað í þeim 21 mark en hann er einungis 22 ára gamall. Að auki hefur hann leikið sjö landsleiki fyrir Holland.

Real hefur verið að þétta raðirnar í sumar eftir erfiða síðustu leiktíð en stærstu kaupin til þessa eru kaupin á vængmanninum stórskemmtilega, Eden Hazard, frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×