Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. ágúst 2019 18:30 Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane. Georgía Hælisleitendur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Útlendingastofnun synjaði þeim um hælis- og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða í febrúar 2018 og staðfesti Kærunefnd útlendingamála hana. Þeim var þá brottvísað til Georgíu. Í nóvember í fyrra komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn. Þau segja að þau hafi ekki getað afborið að vera svo langt frá gröf barns síns í Gufuneskirkjugarði. „Við verðum að geta heimsótt leiði sonar okkar, það er eðlilegt, þetta er sonur okkar,“ segir Ivane. Aftur var þeim synjað um alþjóðlega vernd en þá varð Marika ólétt á ný. Ákveðið var að fresta brottvísuninni eftir að bréf kom frá Kvennadeild Landspítalans að fresta bæri brottvísuninni þar til barnið væri fætt, enda um að ræða áhættumeðgöngu og þau undir miklu álagi. Tomas fæddist í janúar á þessu ári. Með ákvörðun Útlendingastofnunar í maí var þeim brottvísað enn á ný og ákveðið tveggja ára endurkomubann til landins. Þau höfðu áður fengið frest til 2. ágústs til sjálfviljugrar heimfarar sem þau virtu ekki. Hjónunum hefur verið skipaður lögmaður og ætla þau að kæra ákvörðunina um brottvísun og vísa í 102. grein Laga um útlendinga þar sem kemur fram óheimilt sé að vísa útlendingi sem er fæddur hér á landi frá eða úr landi hafi hann frá fæðingu átt óslitið fasta búsetu hér á landi. „Við tengjum sterkt við Ísland, við erum ekki hér ólöglega og ekki heldur synir okkar,“ segir Ivane.
Georgía Hælisleitendur Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira