Erlent

Nýsjálendingar taka skref í átt að því að heimila þungunarrof

Andri Eysteinsson skrifar
Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja Sjálands lagði frumvarpið fram.
Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja Sjálands lagði frumvarpið fram. Getty/Hagen Hopkins
Dómsmálaráðherra Nýja Sjálands, Andrew Little, lagði í dag fram frumvarp fyrir nýsjálenska þingið sem snýr að því þungunarrof verði heimilt í landinu. CNN greinir frá.

Með frumvarpinu verður þungunarrof fært um málaflokk í löggjöf landsins. Nú eru lagaákvæði sem snúa að þungunarrofi innan hegningalagabálks Nýja Sjálands en verði frumvarpið samþykkt munu lögin falla undir heilbrigðismál. Með þessari breytingu mun aðgengi að þungunnarrofi stóraukast í landinu en nú er þungunarrof einungis heimilað sé heilsu móður stefnt í hættu, vegna sifjaspells eða vegna fósturgalla.

„Öruggt þungunarrof ætti að vera meðhöndlað sem heilbrigðismál. Kona hefur rétt á því að ákveða hvað verður um líkama hennar,“ sagði dómsmálaráðherrann Little í yfirlýsingu.

Frumvarpið mun gera konum kleift að binda enda á þungun án samráðs við lækna fram að 20 viku meðgöngunnar. Sé lengra liðið verður þó enn að leita til læknis áður en haldið er á stofu þar sem aðgerðirnar eru framkvæmdar.

„Þungunarrof er eina læknisfræðilega aðgerðin sem er enn glæpur í Nýja Sjálandi. Það er kominn tími á breytingar. Þetta frumvarp mun þungunarrofslöggjöfinni í nútímann með því að samræma löggjöf með sambærilegri löggjöf annarra ríkja,“ sagði Little.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×