Tónlistarsköpun í alþjóðlegu umhverfi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:30 Það er alltaf eitthvað um nýjungar, segir Kristín Mjöll. Fréttablaðið/Valli Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er nú haldin í sjöunda sinn og stendur til 15. ágúst. Um sjötíu hljóðfæranemar frá sjö löndum fá þar þjálfun hjá framúrskarandi listamönnum. Hátíðin er í samstarfi við ýmsa erlenda aðila, þar á meðal hið amerísk-danska New Music for Strings og Atlanta Festival Academy sem stofnuð var 2019 að fyrirmynd akademíunnar í Hörpu. Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Pétur Oddbergur Heimisson eru kynningarstjórar hátíðarinnar. „Þarna fá tónlistarnemar á Íslandi tækifæri til að vinna með erlendum nemum, spila með þeim og skapa tónlist í alþjóðlegu umhverfi. Það er alltaf mikil upplifun að heyra þetta unga fólk spreyta sig á glæsilegum verkum. Kennarar koma að utan til að kenna og spila á tónleikum. Það er alltaf eitthvað um nýjungar og nú erum við í fyrsta skipti að prófa okkur áfram með kammerblásaranámskeið,“ segir Kristín sem hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinnar allt frá byrjun.Framúrskarandi tónlistarmenn Frábærir tónlistarmenn verða meðal þátttakenda. Kristín nefnir fiðluleikarann Diönu Adamyan sem leikur á tónleikum 10. ágúst. „Hún er nítján ára og vann Menuhin-fiðlukeppnina þegar hún var átján ára. Hún leikur fyrir okkur ásamt Richard Simm, en hann hefur komið fram með mörgum helstu listamönnum landsins eftir að hann settist að hér á landi. Hingað kemur líka ung kona, hálf íslensk og hálf bandarísk, sem var með okkur á fyrsta námskeiðinu, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, og heldur hádegistónleika 11. ágúst ásamt píanóleikaranum Jane Ade Sutarjo sem er frá Indónesíu. Geirþrúður þykir einn efnilegasti sellóleikari landsins og stundar meistaranám við Juilliard. Alls verða haldnir fimm masterklassar á námskeiðinu og níu nemendatónleikar og kennararnir halda líka eigin tónleika sem hafa verið mjög vinsælir. Það er mjög þakklátt fyrir nemendur að hlusta á fólkið sem þeir vinna með og kenna þeim.“ Veglegir hátíðartónleikar Akademían verður opnuð með tónleikum í dag, 6. ágúst, þar sem fluttir verða strengjakvartettar, afrakstur námskeiðs með Sigurbirni Bernharðssyni fiðluleikara sem starfar nú við Oberlin-tónlistarháskólann í Bandaríkjunum. Akademíunni lýkur með hátíðartónleikum 15. ágúst. Á fyrri hluta tónleikanna leikur strengjasveit Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar nokkur verk en víðkunnur fiðluleikari, Eugene Drucker, mun leiða sveitina. Á seinni hluta tónleikanna flytur New Music of Strings nýja og nýlega kammermúsík. Dagskráin er opin öllum og Kristín segir aðsóknina ætíð hafa verið góða og að nokkuð sé um að erlendir ferðamenn sæki viðburðina.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira