Erlent

Hafa fundið lík bresku konunnar

Sylvía Hall skrifar
Alana Cutland var 19 ára gömul.
Alana Cutland var 19 ára gömul. Mynd/Cutland-fjölskyldan.
Lík hinnar 19 ára gömlu Alönu Cutland fannst í dag á afrísku eyjunni Madagaskar. Cutland var í starfsnámi á eyjunni en hún stundaði nám í náttúrufræði við Robinson-háskóla í Cambridge í Bretlandi.

Cutland lést eftir að hún opnaði dyr á lítilli flugvél skömmu eftir flugtak frá litlum flugvelli í norðurhluta Madagaskar. Hún féll útbyrðis og hrapaði til jarðar yfir Savannah-eyðimörkinni.

Sjá einnig: Leita að líki breskrar konu sem opnaði dyrnar á flugvél og féll út



Mögulegt þótti að Cutland hafi skyndilega fundið fyrir slæmum aukaverkunum vegna malaríu-lyfja og rekja mætti atvikið til þess. Seinna meir var sú tilgáta útilokuð en nú er athugað hvort það tengist rannsóknarverkefni hennar á eyjunni, en hún er sögð hafa verið mjög ósátt við verkefnið.

Cutland er lýst sem hjartahlýrri manneskju sem sýndi vinum og fjölskyldu mikinn stuðning. Hún hafi komið sér upp stóru tengslaneti vegna þess hversu opin og hlý hún var.

„Á þessum tveimur árum sem hún var [í skólanum] var framlag hennar til margra þátta í skólalífinu mikið. Hennar verður sárt saknað,“ sagði Dr. David Woodman við Robinson-háskóla í samtali við BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×