Óli Stefán: Stóð ekki steinn yfir steini Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 21:09 Óla Stefáni var ekki skemmt eftir leikinn gegn Breiðabliki. vísir/bára Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. KA-menn töpuðu, 4-0, og eru enn í fallsæti. „Ég er gríðarlega svekktur og óánægður með hvernig mínir menn mættu til leiks. Það kom mér svolítið á óvart, miðað við hvernig undirbúningurinn var, að það hafi ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem við gerðum,“ sagði Óli Stefán við Vísi eftir leik. „Ég hef oft sagt við þessa stráka að þeir séu góðir í fótbolta. Það er engin spurning. En þegar hugarfarið er ekki rétt og þú vinnur ekki grunnvinnuna verður þetta erfitt. Það vantaði allan vilja og við gerðum þetta nokkuð þægilegt fyrir Blika. Ég tek samt ekkert af þeim. Þeir voru mjög flottir í leiknum.“ KA var 2-0 undir í hálfleik. Óli Stefán segist hvaða hvatt sína menn til að færa sig framar í seinni hálfleik. Þeir gerðu það en sóknir KA voru frekar máttlitlar. „Við ákváðum að fara framar og standa nær þeim. Í fyrri hálfleik settum við enga pressu á þá og þeir gátu gert það sem þeir vildu. En þegar líða tók á seinni hálfleik fannst mér við gera þeim erfiðara fyrir. Ég breytti líka um leikaðferð, fór í fjögurra manna vörn, og þá fannst mér við ógna þeim. Það hefði breytt miklu ef við hefðum minnkað muninn í 2-1 en í staðinn skoruðu þeir þriðja markið,“ sagði Óli Stefán. Hann vonast til að lægðin verði ekki djúp og hans menn nái sér fljótt á strik á ný. „Þetta eru þrjú töpuð stig. Við töpuðum illa í kvöld og vorum ekki góðir. En sem betur fer er stutt í næsta leik þar sem við getum gírað okkar upp og svarað fyrir okkur. Við þurfum að slá hvorn annan svolítið fast í andlitið núna og sjá til þess að við vinnum grunnvinnuna í næsta leik,“ sagði Óli Stefán. Aron Dagur Birnuson, markvörður KA, fór meiddur af velli eftir að Breiðablik komst í 1-0. Hann lenti í samstuði og var illa haldinn. „Staðan er held ég ekki góð. Hann er uppi á sjúkrahúsi í myndatöku. Þetta leit ekkert sérstaklega vel út,“ sagði Óli Stefán. „Hann fékk högg á lærið sem bólgnaði snöggt og mikið upp. Þetta var ekki gott. Við verðum bara að sjá hver staðan er á honum.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Breiðablik - KA 4-0 | Yfirburðir Blika Breiðablik styrkti stöðu sína í 2. sæti Pepsi Max-deild karla með öruggum sigri á KA, 4-0, á Kópavogsvelli. 7. ágúst 2019 21:00