Fjölskyldan sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt Sylvía Hall skrifar 8. ágúst 2019 18:27 Fjölskylda Noru óttast að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Vísir/EPA Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi. Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leit að hinni fimmtán ára gömlu Noru Quoirin hefur enn engan árangur borið þrátt fyrir stórt lið leitarmanna nærri hóteli hennar í Malasíu. Stúlkan hvarf af hótelherbergi sínu um síðastliðna helgi og var hvergi sjáanleg þegar fjölskylda hennar vaknaði á sunnudagsmorgun. Lögreglan í Malasíu hafði gefið það út að hvarf stúlkunnar væri ekki rannsakað sem mannrán þar sem enginn ummerki voru um refsivert athæfi. Fjölskyldan er ósammála því og er sannfærð um að stúlkunni hafi verið rænt af hótelherberginu en gluggi í herbergi stúlkunnar var opinn morguninn sem hún hvarf.Sjá einnig: Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Nora er með sérþarfir og telur fjölskylda hennar engar líkur vera á því að hún myndi sjálf yfirgefa herbergi sitt og fara sér að voða. Hún sé ekki eins og fimmtán ára önnur börn, geti ekki hugsað um sjálfa sig og þá sérstaklega ekki á ókunnugum stað. Hún sé að öllum líkindum hrædd þar sem hún skilji ekki hvað sé að eiga sér stað. „Hún fer aldrei neitt ein. Við höfum enga ástæðu til þess að trúa því að hún hafi ráfað í burtu og sé einfaldlega týnd,“ sagði fjölskyldan í yfirlýsingu. Nora ásamt móður sinni.FacebookNota rödd móðurinnar við leitina Stefnt er að því að nota upptökur af rödd móður Noru til þess að aðstoða við leitina. Verður upptakan spiluð í hátölurum nærri svæðinu sem hún hvarf, þar á meðal í Berembun skóglendinu við hótelið sem er við borgarmörk Kuala Lumpur, en Berembun er um 1620 hektarar að stærð. Yfir 200 manns taka þátt í leitinni og er unnið að því að finna stúlkuna dag og nótt. Skortur á sönnunargögnum hefur gert lögreglu erfitt fyrir en í vikunni fundust fingraför í glugga á hótelinu, þó ekki í herbergi stúlkunnar og systkina hennar, og hefur því lögregla ekki útilokað mannrán. Fjölskylda stúlkunnar segist þakklát fyrir störf lögreglu við leitina sem og stuðning samfélagsins eftir hvarf hennar. Þau séu enn vongóð um að Nora finnist heil á húfi.
Bretland Malasía Tengdar fréttir Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58 Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Bresk stúlka hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu Ekkert er vitað um afdrif hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin sem hvarf í fjölskyldufríi í Malasíu. 4. ágúst 2019 17:58
Hvarf stúlkunnar ekki rannsakað sem mannrán Hvarf hinnar fimmtán ára gömlu Noru Quoirin í Malasíu er rannsakað sem mannshvarf en ekki mannrán að sögn lögreglu. 5. ágúst 2019 11:11